fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Fréttir

Skjálfti á miðri leiksýningu – Voru handviss um að þetta væri partur af sýningunni

Bjarki Sigurðsson
Miðvikudaginn 24. febrúar 2021 13:53

Mynd: Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í morgun var stór hópur af nemendum í 5. bekk í Reykjavík stödd á Litla sviði Borgarleikhússins að horfa á sýninguna Stúlkan sem stöðvaði heiminn. Í miðri leiksýningu kom jarðskjálfti sem fór ekki fram hjá neinum á höfuðborgarsvæðinu, leikurum og starfsfólki sýningarinnar var eðlilega brugðið. Börnin í salnum voru öll handviss um að þetta væri partur af sýningunni enda fjallar sýningin um stúlku sem getur stjórnað óveðri og gengur á ýmsu í sýningunni.

Stúlkan sem stöðvaði heiminn er leiksýning sem frumsýnd var 20. febrúar og er samstarfsverkefni milli Leikhópsins 10 fingur og Borgarleikhússins. Með stuðningi frá List fyrir alla var hún valin sem boðssýning fyrir alla nemendur í 5. bekk í Reykjavík.  Óhætt er að segja að mikil gleði hefur verið meðal krakkana að koma í leikhúsið enda langt síðan flestir hafa farið í leikhús. Svo mikil var gleðin að nokkrir jarðskjálftar slógu þau ekki út af laginu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Staðfest að eldislaxar komust í Haukadalsá

Staðfest að eldislaxar komust í Haukadalsá
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bendir á þessa hvimleiðu hegðun ökumanna sem hefur gormaáhrif á háannatíma

Bendir á þessa hvimleiðu hegðun ökumanna sem hefur gormaáhrif á háannatíma