fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Fréttir

Þetta vill Gústav ekki gera í kjölfar voðaatburðarins í Rauðagerði

Bjarki Sigurðsson
Miðvikudaginn 17. febrúar 2021 17:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson, formaður Vinstri Grænna í Reykjavík, birti pistil í dag á Vísi þar sem hann skýtur niður þá hugmynd að lögreglan þurfi að vopnast eftir morð með skotvopni í Rauðagerði.

Gústav segir atburðinn vera jaðartilvik og að aukinn vígbúnaður lögreglu myndi fjölga þeim tilvikum þar sem lögregla og borgarar skjóta á hvorn annan.

„Hverju hefði það breytt í þessu tilviki hefði lögreglan verið almennt meira vopnum búin en hún er nú þegar? Nákvæmlega engu og við vitum það. Það voru engir lögregluþjónar á staðnum þegar atvikið átti sér stað og ekki var þeim ógnað með vopnum þegar hinir grunuðu voru handteknir. Hversu oft er almennum lögreglumönnum yfirhöfuð ógnað með skotvopnum?“

Hann líkir umræðunni sem er í gangi núna, þá helst hjá þingmönnum Sjálfstæðismanna eins og Gústav tekur fram, við umræðuna um skotárásir í skólum í Bandaríkjunum.

„Þar hefur til dæmis verið kallað eftir því að kennarar – já kennarar – væru betur vopnaðir, því þá geti þeir stöðvað árásarmenn. Verið er að kalla eftir lausnum sem gera vandamálið stærra og undirbúa jarðveginn fyrir ömurlegan hildarleik,“ segir Gústav.

Gústav segir að flest glæpsamleg athæfi megi rekja til félagslegra eða sálrænna erfiðleika eða fátæktar og að við ættum frekar að takast á við þau vandamál.

„Neyslurýmin sem nú er verið að setja upp í Reykjavík og afglæpavæðing neysluskammta er liður í því að skapa hér umhyggjusamara samfélag sem leitast við að halda utan um þau sem minnst mega sín í samfélaginu. Vopnvæðing lögreglunnar væri skref í þveröfuga átt,“ segir Gústav og stingur upp á því að auka frekar stuðningsnet lögreglunnar og segir það vera heilbrigaðar en að vígbúa hana.

„Við ættum að hækka við hana launin, styrkja sálfræði- og félagslega þekkingu hennar og vígbúa lögregludeildir landsins með félagsráðgjöfum og sálfræðingum frekar en skotvopnum,“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”