fbpx
Miðvikudagur 31.desember 2025
Fréttir

Rýming á Seyðisfirði vegna hættu á skriðuföllum

Bjarki Sigurðsson
Þriðjudaginn 16. febrúar 2021 15:05

Skipið var inni á Seyðisfirði, skammt frá bænum, þegar slysið varð.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjórinn á Austurlandi sendu frá sér tilkynningu rétt í þessu þar sem lýst er yfir hættustigi á Seyðisfirði vegna skriðufalla. Ákveðin hús verða rýmd og stefnt er á að rýmingu sé lokið klukkan 19 í kvöld.

Spáð er ákafri úrkomu á Austfjörðum, meðal annars á Seyðisfirði. Reiknað er með því að það byrji að rigna upp úr hádegi en mestri ákefð er spáð í kvöld.

Rýmingin er gerð í varúðarskyni þar sem óvissa er um stöðuleika hlíðanna í Botnabrún eftir skriðuföllin í desember í fyrra. Staða rýmingar verður endurmetin á morgun.

Tilkynninguna má lesa í heild sinni hér fyrir neðan:

Tilkynning frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Austurlandi:

  • Rýming á Seyðisfirði í varúðarskyni vegna hættu á skriðuföllum.
  • Hættustigi lýst yfir á Seyðisfirði.

Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi og Veðurstofu Íslands, lýsir yfir hættustigi á Seyðisfirði vegna hættu á skriðuföllum.
Ákveðið hefur verið að rýma neðangreind svæði á Seyðisfirði vegna áframhaldandi úrkomuspár. Rýmingu skal lokið í kvöld kl. 19:00.

Um eftirtalin hús er að ræða:

  • Öll hús við Botnahlíð
  • Múlavegur 37
  • Baugsvegur 5
  • Austurvegur 36, 38b, 40b, 42, 44, 44b, 46b, 48, 50, 52,  54 og 56.
  • Fossgata 4, 5 og 7
  • Múli, Hafnargata 10, 11, 12, 14, 15, 16b og 18c

Í kvöld og nótt þriðjudaginn 16. febrúar, er spáð ákafri úrkomu á Austfjörðum í austan- eða norðaustanátt, meðal annars á Seyðisfirði. Spáð er að
uppsöfnuð úrkoma á Seyðisfirði geti jafnvel orðið yfir 60 mm sem leggst við 70 mm úrkomu og leysingar frá því á laugardag. Reiknað er með því
að það byrji að rigna upp úr hádegi en mestri ákefð er spáð milli kl. 18-24 í kvöld. Hitastig er núna yfir frostmarki í fjallahæð og talsverð leysing hefur
verið síðan um helgina.

Þessi rýming er í varúðarskyni þar sem óvissa er um stöðugleika hlíðanna í Botnabrún eftir skriðuföllin í desember 2020 og hvernig jarðlög bregðast
við ákafri úrkomu. Rýmt er til að byrja með við minni rigningu og/eða leysingu en áður, þar til meiri reynsla fæst á stöðugleika hlíðarinnar. Þessi reynsla
fæst með því að fylgjast með því hvernig jarðlög bregðast við úrkomu í kjölfar skriðuhrinunnar í desember og einnig er verið að byggja upp reynslu á
túlkun gagna úr nýjum mælitækjum.

Staða rýmingar verður endurmetin á morgun, en búist er við hægt kólnandi veðri á miðvikudag og á fimmtudag verður aftur komið frost til fjalla.

Fjöldahjálparstöðin í Herðubreið verður opin eins og þörf þykir. Þjónustumiðstöð almannavarna verður áfram opin í Herðubreið á Seyðisfirði
en einnig er hægt að senda inn fyrirspurnir á netfangið 
sey@logreglan.is og hringja í 839 9931 utan opnunartíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Við erum vongóð en maður er líka bara raunsær“

„Við erum vongóð en maður er líka bara raunsær“
Fréttir
Í gær

Múmínlundurinn olli uppnámi: Rétthafar Múmínálfanna sökuðu Skógræktarfélag Eyjafjarðar um höfundarréttarbrot

Múmínlundurinn olli uppnámi: Rétthafar Múmínálfanna sökuðu Skógræktarfélag Eyjafjarðar um höfundarréttarbrot
Fréttir
Í gær

Hafnarfjarðarbær fer aftur í hart við bindindissamtök

Hafnarfjarðarbær fer aftur í hart við bindindissamtök
Fréttir
Í gær

Fjárhagslegt ofbeldi og vanræksla gagnvart eldra fólki – „Í mörgum tilfellum á ofbeldið sér stað innan fjölskyldu“

Fjárhagslegt ofbeldi og vanræksla gagnvart eldra fólki – „Í mörgum tilfellum á ofbeldið sér stað innan fjölskyldu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Egill tætir í sig myndband Miðflokksmanna – „Í Kópavogi var rekið það sem kallaðist Fávitahæli“

Egill tætir í sig myndband Miðflokksmanna – „Í Kópavogi var rekið það sem kallaðist Fávitahæli“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir ömurlegt af þingmanni Sjálfstæðisflokksins að ráðast á lögregluna

Segir ömurlegt af þingmanni Sjálfstæðisflokksins að ráðast á lögregluna
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Tapaði eftir að hann vildi ekki segja hver lagði bílnum

Tapaði eftir að hann vildi ekki segja hver lagði bílnum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Framtíðin blasti við Karli og Margréti – Fallega lagið sem þjóðin þekkir var hinsta kveðja þeirra

Framtíðin blasti við Karli og Margréti – Fallega lagið sem þjóðin þekkir var hinsta kveðja þeirra