fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Heilbrigðisráðherra heimilar skyndigreiningarpróf – Ódýrari og ónákvæmari

Bjarki Sigurðsson
Mánudaginn 15. febrúar 2021 11:30

Frá skimun á Keflavíkurflugvelli. Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heilbrigðisráðherra hefur birt í Stjórnartíðindum fagleg fyrirmæli embættis landlæknis um skyndigreiningarpróf sem heimilt verður að nota hér á landi. Skyndigreiningarpróf eru ekki jafn nákvæm og RT-PCR prófin sem notast hefur verið við hér á landi en þau eru ódýrari og hægt verður að fá niðurstöðu úr þeim á innan við 30 mínútum.

Skuli Covid-19 smit vera greint með skyndigreiningarprófi verður að staðfesta það með RT-PCR prófi en þau verða einungis notuð í undantekningartilvikum vegna sérstakra aðstæðna, t.d. þegar fólk þarf að framvísa nýlegu vottorði um neikvæða niðurstöðu veiruprófs á landamærum erlendis og þegar grunur um smit kemur upp á báti.

Einungis er heimilt að nota skyndigreiningapróf sem hlotið hafa tilskilin leyfi heilbrigðisráðuneytisins til að tryggja áreiðanleika rannsóknarniðurstaðna og að nauðsynlegar upplýsingar berist til sóttvarnalæknis í samræmi við kröfur sóttvarnalaga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin