fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Fréttir

Stöðvaður með nautakjöt, humar og krem

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 14. febrúar 2021 07:48

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og vanalega sinnti lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fjölbreyttum verkefnum síðasta sólarhringinn, eins og segir frá í dagbók hennar.

Veitingahús voru heimsótt og kannaðar voru aðstæður með tilliti til sóttvarnareglna. Var ástand almennt gott en einn veitingastaður var ekki búinn að loka kl. 22 og má búast við kæru.

Mikið var um útköll vegna hávaða, þ.e. 15 talsins.

Um hálfsexleytið í gær var tilkynnt um þjófnað úr bíl í Vesturbænum. Var farið inn í bílinn og stolið úlpu og tveimur borvélum.

Upp úr kl. 18 var tilkynnt um þjófnað á sundstað en farið var í fataskáp og tekinn farsími að verðmæti 160 þúsund krónur.

Á fjórða tímanum í nótt var tilkynnt um þjófnað úr verslun í hverfi 108. Maður var stöðvaður er hann var að yfirgefa verslunina með varning, sem var humar, nautakjöt, krem og fleira, fyrir tæpar 55.000 krónur.

Bíll var stöðvaður í miðbænum á fjórða tímanum. Ökumaðurinn reyndist vera réttindalaus enda aðeins 16 ára. Tveir farþegar voru í bílnum. Málið var unnið með aðkomu foreldra og tilkynningu til Barnaverndar.

Laust eftir kl. 3 í nótt óskaði leigubílstjóri eftir aðstoð í hverfi 113. Farþegi var með dólg og neitaði að greiða fargjaldið. Skemmdi hann greiðslukortalesara bílstjórans. Þegar lögregla kom á vettvang var búið að greiða fyrir aksturinn. Farþeginn var kominn inn í hús og vildi lítið ræða við lögreglu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

„Annar hver Íslendingur er sérfræðingur í myglu“

„Annar hver Íslendingur er sérfræðingur í myglu“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein
Fréttir
Í gær

„Þarf Íslendingur að deyja fyrst svo eitthvað sé gert. Kannski íslenskt barn?“

„Þarf Íslendingur að deyja fyrst svo eitthvað sé gert. Kannski íslenskt barn?“
Fréttir
Í gær

Eimskip bætir við vikulegum viðkomum í Rotterdam 

Eimskip bætir við vikulegum viðkomum í Rotterdam 
Fréttir
Í gær

Maður í gæsluvarðhaldi vegna hraðbankamálsins – Einnig grunaður um ránið í Hamraborg

Maður í gæsluvarðhaldi vegna hraðbankamálsins – Einnig grunaður um ránið í Hamraborg
Fréttir
Í gær

Selfyssingur í vanda út af dularfullum niðursuðudósum

Selfyssingur í vanda út af dularfullum niðursuðudósum