fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Fréttir

Zúúber biður Valdimar afsökunar – „Særðum góðan mann“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 13. febrúar 2021 15:38

Kynningarmynd þáttarins Zúúber. Fv. Gassi, Svaldi og Sigga Lund

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagskrárgerðarfólk þáttarins Zúúber á Bylgjunni hefur haft samband við söngvarann Valdimar og beðist innilega afsökunar á ummælum um hann í þættinum á föstudag. Ummælin, sem margir túlka sem smánun á Valdimar, hafa vakið hörð viðbrögð, meðal annars í umræðum á Facebook-síðu Bylgjunnar.

Sjá einnig: Útvarpskona sökuð um að fitusmána Valdimar

Útvarpsfólkið hefur enn fremur sent DV svohljóðandi yfirlýsingu vegna málsins:

„Afsökunarbeiðni

Á föstudaginn 12.02.2021 varð okkur í Zúúber alvarlega á í messunni og særðum góðan mann sem átti það svo sannarlega ekki skilið.

Við urðum uppvís að okkar eigin fitufordómum með því að taka Valdimar sem dæmi í umræðu um fitufordóma. Við, Svali, Gassi og Sigga, viljum öll biðja Valdimar innilegrar afsökunar á því að hafa vegna fáfræði, fávisku og fordóma okkar notað hann sem dæmi í þessari umræðu.

Við trúum því að við getum alltaf gert betur og lær meira.

Svali, Gassi og Sigga Lund“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Bendir á þessa hvimleiðu hegðun ökumanna sem hefur gormaáhrif á háannatíma

Bendir á þessa hvimleiðu hegðun ökumanna sem hefur gormaáhrif á háannatíma
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Tvær mjög ungar konur ákærðar fyrir stórfellt fíkniefnabrot

Tvær mjög ungar konur ákærðar fyrir stórfellt fíkniefnabrot
Fréttir
Í gær

„Þarf Íslendingur að deyja fyrst svo eitthvað sé gert. Kannski íslenskt barn?“

„Þarf Íslendingur að deyja fyrst svo eitthvað sé gert. Kannski íslenskt barn?“
Fréttir
Í gær

Eimskip bætir við vikulegum viðkomum í Rotterdam 

Eimskip bætir við vikulegum viðkomum í Rotterdam 
Fréttir
Í gær

Fá ekki að skoða tæki manns sem grunaður er um kynferðisbrot gegn dóttur sinni – Segir viðkvæm gögn um stjórnmálaflokk leynast þar

Fá ekki að skoða tæki manns sem grunaður er um kynferðisbrot gegn dóttur sinni – Segir viðkvæm gögn um stjórnmálaflokk leynast þar
Fréttir
Í gær

Skagfirðingar lýsa yfir verulegum áhyggjum vegna yfirvofandi breytinga á farsímakerfinu

Skagfirðingar lýsa yfir verulegum áhyggjum vegna yfirvofandi breytinga á farsímakerfinu