fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Pfizer samningurinn ekki í höfn segir Þórólfur – 62 greinst með „breska afbrigðið“ hér á landi

Heimir Hannesson
Mánudaginn 8. febrúar 2021 11:13

Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eitt innanlandssmit greindist í gær og var sá í sóttkví við greiningu. Þrír greindust á landamærunum af 409 sýnum sem tekin voru.

Þetta kom fram á upplýsingafundi almannavarna þar sem Víðir Reynisson frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, og Jón Pétur Jónsson, sviðsstjóri landamærasviðs ríkislögreglustjóra.

Þórólfur tjáði sig um flökkusögur um samning Íslands við Pfizer um allsherjar rannsókn á hjarðónæmi. Sagði Þórólfur að samningsdrög við Pfizer hafi enn ekki borist Íslendingum. „Á meðan svo er þá liggur ekki fyrir hvort af þessu verður, og því síður um hvað marga skammta verði um að ræða,“ sagði Þórólfur.

Aðspurður hvort skilyrði yrði að landamæri Íslands yrðu opnuð sem hluti af rannsókninni sagði Þórólfur að hann hefði heyrt margar útgáfur af þessum flökkusögum. „Sumar skemmtilegar, aðrar ekki,“ sagði hann. Hann sagðist hins vegar ekki getað tjáð sig nánar um innihald þeirra fyrr en samningsdrög liggja fyrir.

Þórólfur sagðist geta fullvissað almenning um það að upplýsingar um samninginn við Pfizer verði opinberaðar þegar eitthvað verði að frétta af samningnum.

Þá kom fram að 15 hafi greinst jákvæðir síðustu vikuna á landamærum, ýmist í fyrstu eða annarri sýnatöku. Þar af voru um helmingur með virk smit.

62 hafa greinst með hið svokallaða breska afbrigði veirunnar hér á landi. Þar af greindust 14 innanlands og voru þeir í nánum tengslum við þá sem greinast á landamærunum. Þórólfur sagði að ekki væri að sjá frekari útbreiðslu á þessu afbrigði.

Enginn hefur greinst með suður afríska eða brasilíska afbrigðið hér á landi. „Heilt yfir er staðan bara nokkuð góð,“ sagði Þórólfur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin