fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Fréttir

Maður sveiflaði skóflu og lögreglan mætti á svæðið

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 7. febrúar 2021 11:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í fréttaskeyti lögreglunnar, sem sent var á fjölmiðla nú rétt í þessu, er greint frá verkefnum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu frá því í morgun. Ekki var mikið um að vera en einungis þrjú brot voru tilkynnt.

Lögreglumenn frá lögreglustöð 1, sem sér um Austurbæ, Vesturbæ, Miðborg og Seltjarnarnes, þurftu að mæta á vettvang í morgun þar sem tilkynnt var um mann að sveifla skóflu. Þegar lögreglan mætti á vettvang var maðurinn horfinn á brott og því er ekki meira vitað um málið.

Þá var ökumaður stöðvaður á svæðinu en sá keyrði á 122 kílómetra hraða á klukkustund þar sem hámarkshraði var 80 kílómetra hraði á klukkustund.

Í Hafnarfirði hjálpaði lögreglan manni sem mætti á lögreglustöðina. „Maður kom að lögreglustöðinni í Hafnarfirði í annarlegu ástandi, illa klæddur og kaldur,“ segir í skeyti lögreglunnar. „Sjúkrabifreið flutti manninn til aðhlynningar á Landspítala.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“
Fréttir
Í gær

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“
Fréttir
Í gær

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Það er brýnt að við hættum að tala um kynlífsverkafólk og byrjum að tala við það“

„Það er brýnt að við hættum að tala um kynlífsverkafólk og byrjum að tala við það“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Kirkjuáhugamaður“ rekinn úr landi – Þögull sem gröfin

„Kirkjuáhugamaður“ rekinn úr landi – Þögull sem gröfin