fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Fréttir

Átök í Hlíðunum – Var ekki sáttur þegar maðurinn tók mynd af konunni hans

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 7. febrúar 2021 09:01

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var nóg um að vera hjá lögreglunni í nótt, sérstaklega í miðbænum. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Skömmu fyrir kvöldmatarleytið var maður stöðvaður af lögreglu eftir að hafa stoltið matvöru úr verslun fyrir 25 þúsund krónur. Maðurinn viðurkenndi brotið í skýrslutöku lögreglu.

Tvö brot í gærkvöldi tengdust veitingastöðum. Kona nokkur var handtekin í annarlegu ástandi á veitingahúsi en koan hafði neitað að greiða reikning sinn á staðnum og vildi ekki gefa lögreglu nafn sitt eða kennitölu. Sökum ástandsins sem konan var í þá var hún vistuð í fangageymslu lögreglu. Hitt brotið sem um ræðir varðar sóttvarnarlög en gestir voru enn inni á veitingastað í miðbænum þegar klukkan var orðin rúmlega ellefu.

Í Hlíðunum var tilkynnt um líkamsárás. Átökin urðu í kjölfarið að maður tók mynd af konu annars manns, maður konunnar var ósáttur með að maðurinn væri að taka myndirnar. Þá var einnig tilkynnt um þjófnað í bílakjallara í fjölbýlishúsi í Hlíðunum, farið var í bifreið og GPS tæki, sjónauka og fleira var stolið.

Þá var mikið um umferðarlagabrot í gærkvöldi en sex bifreiðar voru stöðvaðar, meirihluti ökumannana sem voru stöðvaðir voru grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. Einn þeirra var aðeins 17 ára gamall og var málið því unnið með aðkomu móður og Barnaverndarnefndar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“
Fréttir
Í gær

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“
Fréttir
Í gær

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Það er brýnt að við hættum að tala um kynlífsverkafólk og byrjum að tala við það“

„Það er brýnt að við hættum að tala um kynlífsverkafólk og byrjum að tala við það“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Kirkjuáhugamaður“ rekinn úr landi – Þögull sem gröfin

„Kirkjuáhugamaður“ rekinn úr landi – Þögull sem gröfin