fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Skemmtistaðir og krár mega opna aftur

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 5. febrúar 2021 12:27

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Mynd: Stjórnarráð

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný reglugerð um sóttvarnir tekur gildi á mánudag en átti að taka gildi 17. febrúar. Ráðist var í tilslakanir fyrr vegna fárra innanlandssmita undanfarið. Nýja reglugerðin gildir í þrjár vikur.

Á dagskrá Ríkisstjórnarfundar í morgun var rætt um nýjar tillögur sóttvarnalæknis um tilslakanir en Svandís Svavarsdóttir sóttvarnalæknir hefur fallist á tillögurnar.

Líkamsræktarstöðvar mega nú hafa allt að  50% af leyfilegum fjölda að því gefnu að ekki verði fleiri en 20 í hverju rými og að fólk skrái sig áfram eins og áður. Búningsaðstaða verður opnuð aftur.

Skemmistaðir og krár fá að opna en verða opin til aðeins 10 á kvöldin. 20 manna verður áfram almennt í gildi.

Verslanir, söfn og kirkjulegar athafnir verða með 150 manna hámark að því tilskildu að setið sé og afgreitt sé í sæti.

Tveggja metra regla og grímuskylda verða áfram í gildi.

Svandís sagði viðtali við sjónvarpsstöðvarnar að um væri að ræða varfærin skref. Hún gerði engar breytingar á minnisblaði sóttvarnalæknis og er reglugerðin í samræmi við minnisblaðið. „Okkur fannst rétt að stíga þetta skref,“ sagði Svandís.

Engar breytingar verða gerðar á landamærunum að sögn Svandísar, „Þetta eru aðskilin mál þannig séð, við erum núna að fjalla um breytingar innanlands.“

 

Sjá nánar tilslakanir á samkomutakmörkunum

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Hún hefur heimsótt yfir 90 lönd en Ísland er eina landið sem hún getur heimsótt aftur og aftur – Nefnir dæmi um hugulsemi Íslendinga

Hún hefur heimsótt yfir 90 lönd en Ísland er eina landið sem hún getur heimsótt aftur og aftur – Nefnir dæmi um hugulsemi Íslendinga
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Faðir flúði til óbyggða með börnin og hefur verið á flótta í fjögur ár – Fjölskyldan grátbiður hann um að gefa sig fram

Faðir flúði til óbyggða með börnin og hefur verið á flótta í fjögur ár – Fjölskyldan grátbiður hann um að gefa sig fram
Fréttir
Í gær

Ákærur yfirvofandi vegna netsölu áfengis

Ákærur yfirvofandi vegna netsölu áfengis
Fréttir
Í gær

Gæsluvarðhald framlengt yfir grunuðum kynferðisbrotamanni á Múlaborg

Gæsluvarðhald framlengt yfir grunuðum kynferðisbrotamanni á Múlaborg
Fréttir
Í gær

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“
Fréttir
Í gær

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn