fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Fréttir

Hrottaleg árás þriggja Íslendinga á aldraðan danskan vagnstjóra – Spörkuðu í höfuð mannsins

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 5. febrúar 2021 10:41

Danskir lögreglumenn. Mynd tengist frétt ekki.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír íslenskir karlmenn, einn miðaldra og tveir ungir, eru sakaðir um hrottalegt ofbeldi gegn 71 árs strætisvagnastjóra í smábænum Tønder á Jótlandi, nálægt landamærum Þýskalands. Extra Bladet segir frá þessu og hefur eftir staðarmiðlinum. JydskeVestkysten.

Tveir mannanna eru 23 ára gamlir en sá eldri er 51 árs. Þeir eru allir Íslendingar, samkvæmt fréttinni, og hefur enginn þeirra fasta búsetu í Danmörku. Fyrir árásina á bílstjórann eru mennirnir sagðir hafa stolið áfengi úr matvöruverslun í bænum Højer og falið það undir fötum sínum. Þegar afgreiðslukona sakaði þá um þjófnað svöruðu þeir með dónaskap og létu sig hverfa á braut. Haft var samband við lögreglu og voru mennirnir því orðnir eftirlýstir er þeir réðust á vagnstjórann.

Árásin á vagnstjórann er sögð hafa verið hrottaleg, mennirnir börðu hann og spörkuðu í höfuð hans. Hann mun þó ekki vera alvarlega slasaður. Tilefni árásarinnar mun hafa verið það að vagnstjórinn vildi að mennirnir greiddu fargjald. Mennirnir voru farnir af vettvangi er lögregla kom en þeir voru allir handteknir skömmu síðar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

„Við sigldum í burtu, en fórum aldrei frá Flateyri“

„Við sigldum í burtu, en fórum aldrei frá Flateyri“
Fréttir
Í gær

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“
Fréttir
Í gær

Eltihrellir Lilju endaði á að drepa ættingja sinn: „Að fá það í fangið var mikið sjokk“

Eltihrellir Lilju endaði á að drepa ættingja sinn: „Að fá það í fangið var mikið sjokk“