fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Fréttir

Óhugnanlegt atvik á veitingastað í miðbænum – Matur fjarlægður með töng úr hálsi konu

Jón Þór Stefánsson
Laugardaginn 30. janúar 2021 08:05

Úr miðbæ Reykjavíkur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um hálf tíuleytið gærkvöldi var óskað eftir aðstoð lögreglu í veitingahúsi í miðbænum. Ástæðan var sú að matur hafði fests í hálsi konu sem hafði verið að neyta matar á veitingahúsinu. Svo virðist vera sem um ansi óhugnanlegt atvik hafi verið að ræða, en konan gat ekki andað vegna stíflunnar. Greint er frá málinu í dagbók lögreglu.

Fram kemur að hinni svokölluðu Heimlich-aðferð hafi verið beitt konunni til bjargar. Það hafi orðið til þess að matarbitinn hafi losnað og þá hafi konunni tekist að anda aftur. Þó hafi þurft að bíða eftir sjúkraflutningamönnum til að ná bitanum endanlega úr hálsinum, en það hafi þeir gert með töng.

Eftir atburðarásina hafi konan verið flutt til aðhlynningar á bráðadeild, þar sem hún var með litla meðvitund og mjög kvalin vegna álagsins.

Fleira kemur fram í dagbók lögreglu frá því í nótt. 15 útköll voru vegna hávaða á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu 23 til 5 í nótt. Þá var þónokkuð um að ökumenn væru stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Og nokkur dæmi um umferðarslys eða óhöpp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Catalina hafði ekki erindi sem erfiði – Taldi Happdrætti Háskólans snuða sig

Catalina hafði ekki erindi sem erfiði – Taldi Happdrætti Háskólans snuða sig
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

19 ára sjálfboðaliði kom miður sín heim eftir sölu á Neyðarkallinum: „Hver eru skilaboðin frá þessu aumkunarverða fólki til næstu kynslóðar?“

19 ára sjálfboðaliði kom miður sín heim eftir sölu á Neyðarkallinum: „Hver eru skilaboðin frá þessu aumkunarverða fólki til næstu kynslóðar?“
Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir ofbeldi gegn starfsfólki félagsþjónustunnar á Dalvík – Frelsissvipti starfsmann

Ákærður fyrir ofbeldi gegn starfsfólki félagsþjónustunnar á Dalvík – Frelsissvipti starfsmann
Fréttir
Í gær

Innflytjendur mótmæla niðurskurði til íslenskukennslu – „Hvernig ætlum við að gera þetta“

Innflytjendur mótmæla niðurskurði til íslenskukennslu – „Hvernig ætlum við að gera þetta“
Fréttir
Í gær

Lögreglan varar við kræfum vasaþjófum – Fylgjast með fólki sem notar hraðbanka

Lögreglan varar við kræfum vasaþjófum – Fylgjast með fólki sem notar hraðbanka
Fréttir
Í gær

Ákærður nauðgari ætlaði úr landi

Ákærður nauðgari ætlaði úr landi