fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Eldur í Fellsmúla – Ölvaður ökumaður ók á bifreið og stakk af

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 29. janúar 2021 05:27

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um klukkan 19 í gærkvöldi var tilkynnt um eld í fjölbýlishúsi við Fellsmúla í Reykjavík. Þar kom eldur upp í eldhúsi íbúðar á þriðju hæð. Slökkviliðið var með mikinn viðbúnað og réði fljótlega niðurlögum eldsins sem er sagður hafa komið upp í potti á eldavél.

Á ellefta tímanum í gærkvöldi var ekið á bifreið í Breiðholti og stakk tjónvaldur síðan af frá vettvangi. Vitni elti hann og skömmu síðar stöðvaði lögreglan hann. Hann er grunaður um að hafa verið undir áhrifum áfengis og fíkniefna og ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum.

Á öðrum tímanum í nótt var tilkynnt um innbrot og þjófnað í fyrirtæki í Hlíðahverfi. Í Mosfellsbæ var tilkynnt um innbrot í heimahús í gærkvöldi. Þaðan var verðmætum stolið.

Tveir ökumenn voru handteknir í gærkvöldi, grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Annar þeirra reyndist einnig vera sviptur ökuréttindum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“
Fréttir
Í gær

Andri Snær klórar sér í kollinum yfir nýju göngubrúnni: „Hún virðist líka eiga að vera svona“

Andri Snær klórar sér í kollinum yfir nýju göngubrúnni: „Hún virðist líka eiga að vera svona“
Fréttir
Í gær

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu