fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

16 ár fyrir morð – Kastaði manni fram af svölum á þriðju hæð

Heimir Hannesson
Föstudaginn 29. janúar 2021 14:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arturas Leimontas, karlmaður á sextugsaldri frá Litháen, hefur verið dæmdur fyrir að hafa myrt mann með því að kasta honum fram af svölum íbúðar í fjölbýlishúsi í Úlfarsárdal í fyrra. Fórnarlamb Arturasar var samlandi hans.

Fimm manns voru handteknir á vettvangi, en að endingu var Arturas einn úrskurðaður í gæsluvarðhald og ákærður.

DV sagði frá því í haust að ákæran í málinu hefði vakið mikinn óhug, en þar kom fram að Arturas hefði sparkað í fórnarlamb sitt, slegið hann í höfuðið með óþekktu áhaldi og látið hnefahöggin dynja á honum. Í kjölfarið kastaði Arturas manninum fram af svölunum á þriðju hæð þannig að hann féll um 7 metra niður og lenti á steyptri stétt.

Maðurinn lést skömmu síðar af áverkum sem hann hlaut á heila, brjóstkassa og brjóstholslíffærum.

Umsvifamikil rannsókn lögreglu á málinu vakti enn fremur athygli á sínum tíma, en lögreglan hafði þá fengið sér til aðstoðar verkfræðinga sem létu brúðu falla fram af svölunum til að líkja eftir falli mannsins. Brúðan líktist manninum að hæð og þyngd. Niðurstaða rannsóknarinnar var sú að manninum hafi verið ýtt eða kastað fram af svölunum af talsverðu afli.

Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjaness, en hann hefur enn ekki verið birtur í heild sinni á heimasíðu dómstólanna. Mál Arturas var eitt fjögurra morðmála sem komu upp árið 2020 þar sem samtals sex létust.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin