fbpx
Föstudagur 27.maí 2022
Fréttir

Reikningurinn hækkar hjá Ragnari sem keyrði á nágranna sinn – „Hann reyndi að drepa mig“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 22. janúar 2021 18:30

Ragnar Valur Björgvinsson (t.v.) og Hreggviður Hermannsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hreggviður staulaðist blóðugur heim: Leið út af yfir matnum,“ sagði í fyrirsögn fréttar DV í janúar árið 2018. Þar var rætt við Hreggviðs Hermannsson, bónda að Langholti 1b í Árnessýslu. Hann sakaði nágranna sinn, íbúa að Langholti 2. um að hafa keyrt á sig. „Hann reyndi að drepa mig,“ sagði Hreggviður þá í viðtali við DV.

Árásin var kærð 21. desember 2017. Að baki voru langvinnar og harðvítugar deilur nágrannanna Hreggviðs og Ragnars Vals Björnssonar um eignarrétt yfir heimreið og landi þar í kring. Hreggviður, sem taldi sig eiga heimreiðina, hafði ítrekað gripið til þess að loka heimreiðinni, svo sem með því að strengja gaddavír og rúlluplast milli tveggja steina við innkeyrsluna. Hann sakaði Ragnar um að eyðileggja þessa girðingu. Í umræddri frétt DV sagði Hreggviður:

„Ég var að vinna inni í skúr á minni landareign og sá þá að þau hjónin voru að koma að vírgirðingu sem aðskilur landareignirnar. Þau hafa þann sið að eyðileggja girðinguna og taka hana með sér og það var akkúrat það sem gerðist þarna. Fríður tók vírgirðinguna og dró hana með sér heim að bænum.“

Hreggviður sagðist hafa ætlað að koma í veg fyrir þetta skemmdarverk. Hann hafi reynt að stíga á vírspottann, Ragnar reynt að keyra fyrir hann, hann komist undan því en Ragnar þá keyrt á eftir honum og sagðist Hreggviður hafa fundið að hann var að lenda undir bíl Ragnars:

„Hann reyndi að keyra mig niður en ég stökk þá upp á húddið til að bjarga mér. Ég reyndi að halda mér þar með annarri hendi en á meðan keyrði Ragnar hring á lóðinni og meðal annars í gegnum limgerði.“

Blóðugur og leið yfir hann

Eftir árásina staulaðist Hreggviður blóðugur heim til sín þar sem eiginkona hans og dóttir tóku á móti honum og hjúkruðu honum. „Fyrst um sinn var ég merkilega hress og kenndi mér ekkert sérstaklega meins. Líklega hefur adrenalínið haldið manni gangandi. Síðan leið smá tími og þegar kom að því að setjast við kvöldmatarborðið þá leið ég bara út af yfir matnum,“ sagði Hreggviður í DV-viðtalinu 2018.  Heimilisfólk hringdi þá umsvifalaust í sjúkrabíl og var hann var færður til aðhlynningar.

Fyrir héraðsdómi sagði Ragnar Valur hins vegar að Hreggviður hefði dúndrað á fullu með gegnheilum járnhamri á vélarhlíf bíls hans og síðan í framrúðuna. Hann hefði jafnframt hlaupið samsíða bílnum og hent sér upp á húddið í því skyni að ná til Ragnars Vals og „stúta honum“, eins og Ragnar Valur vitnaði í héraðsdómi.

Í ákæru gegn Ragnari Val var einnig staðhæft að annar fótur Hreggviðs hefði lent undir vinstra hjóli bílsins en því hafnaði Ragnar Valur.

Héraðsdómur byggði meðal annars á gögnum í myndeftirlitsvélum og taldi þau óhagstæð hinum ákærða. Var Ragnar Valur sakfelldur í héraði fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þá var hann dæmdur til að greiða sakarkostnað upp á rúmlega 1,3 milljónir.

Fyrir Landsrétti krafðist Ragnar Valur sýknu en til vara að refsing hans yrði milduð. Hreggviður krafðist hærri skaðabóta og ákæruvaldið krafðist þess að refsingin yrði þyngd.

Landsréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóms. Ragnar Valur þarf að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins sem er rúmlega 1,2 milljónir sem bætist við fyrrgreindan kostnað hans af málinu.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bryndís segir matsmann gera henni upp „falskar minningar“ um ofbeldi og vænir hana um lyfjaneyslu – Fimmta kvörtunin af tíu

Bryndís segir matsmann gera henni upp „falskar minningar“ um ofbeldi og vænir hana um lyfjaneyslu – Fimmta kvörtunin af tíu
Fréttir
Í gær

Bandaríkjastjórn íhugar að senda sérsveitarmenn til Úkraínu

Bandaríkjastjórn íhugar að senda sérsveitarmenn til Úkraínu
Fréttir
Í gær

Fyrrverandi besti vinur tónlistarmannsins sem sýknaður var í gær segir hann hafa nauðgað konunni sinni – „Ótrúlegt hvað einn einstaklingur getur skemmt út frá sér“

Fyrrverandi besti vinur tónlistarmannsins sem sýknaður var í gær segir hann hafa nauðgað konunni sinni – „Ótrúlegt hvað einn einstaklingur getur skemmt út frá sér“
Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir að reyna að koma fölsuðum peningaseðlum í umferð

Ákærður fyrir að reyna að koma fölsuðum peningaseðlum í umferð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Handtekinn fyrir samsæri – Ætlaði að myrða Bush einum og hálfum áratug of seint

Handtekinn fyrir samsæri – Ætlaði að myrða Bush einum og hálfum áratug of seint
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Ágúst sagður höfuðpaurinn í umfangsmiklu fíkniefnamáli – Sjáðu myndbandið þegar lögreglan stöðvar för hans

Ólafur Ágúst sagður höfuðpaurinn í umfangsmiklu fíkniefnamáli – Sjáðu myndbandið þegar lögreglan stöðvar för hans