fbpx
Þriðjudagur 30.desember 2025
Fréttir

Sagður hafa ráðist á afgreiðslumann N1 á Ísafirði

Heimir Hannesson
Föstudaginn 15. janúar 2021 18:00

Frá Ísafirði. Mynd: Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglustjórinn á Vestfjörðum hefur ákært mann fyrir líkamsárás. Er maðurinn í ákærunni sagður hafa ráðist á bensínafgreiðslumann á N1 stöðinni á Ísafirði í júní í fyrra.

Í ákærunni segir að hinn ákærði hafi veist að afgreiðslumanninum, þrifið í peysu hans og tekið hann hálstaki með þeim afleiðingum að hann halut eymsli á vinstri hendi og framhandlegg, hruflsár á hendi og meiðst á hálsi. Þá er maðurinn jafnframt ákærður fyrir brot á fíkniefnalögum fyrir að hafa haft á sér 0,39 grömm af maríhúana, sem fundust við leit á heimili ákærða á Ísafirði.

Ákæran er birt í Lögbirtingablaðinu þar sem ekki hefur tekist að birta manninum ákæruna. Má því ætla að maðurinn búi ekki lengur á Ísafirði.

Fórnarlamb árásarinnar gerir þá kröfu að ákærði greiði sér eina og hálfa milljón í miskabætur vegna árásinnar. Lögreglan á Vestfjörðum krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar og að hann greiði sakarkostnað.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hafnarfjarðarbær fer aftur í hart við bindindissamtök

Hafnarfjarðarbær fer aftur í hart við bindindissamtök
Fréttir
Í gær

Fjárhagslegt ofbeldi og vanræksla gagnvart eldra fólki – „Í mörgum tilfellum á ofbeldið sér stað innan fjölskyldu“

Fjárhagslegt ofbeldi og vanræksla gagnvart eldra fólki – „Í mörgum tilfellum á ofbeldið sér stað innan fjölskyldu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tapaði eftir að hann vildi ekki segja hver lagði bílnum

Tapaði eftir að hann vildi ekki segja hver lagði bílnum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Framtíðin blasti við Karli og Margréti – Fallega lagið sem þjóðin þekkir var hinsta kveðja þeirra

Framtíðin blasti við Karli og Margréti – Fallega lagið sem þjóðin þekkir var hinsta kveðja þeirra
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Foktjón varð á Ísafirði

Foktjón varð á Ísafirði
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur