fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Guðmundur Elís sendi virkilega grófar hótanir á barnsmóður sína – Gengur nú laus – „Hversu lengi þarf ég að vera hrædd?“ spyr hún

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 14. janúar 2021 16:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hef lengi setið á þessu, verið þögul og leyft þessu að fljóta framhjá, en ekki lengur, ég ætla ekki að leyfa þessari umræðu að hætta, ég ætla ekki að leyfa fólki að gleyma.“

Svona hefst færsla sem ung móðir að nafni Stella skrifaði og birti á Facebook í gær en færslan hefur vakið afar mikla athygli. Stella gaf DV góðfúslegt leyfi til að vekja athygli á skrifum sínum. „Hversu lengi þarf ég að vera hrædd við það að vera ein heima? Að fara út úr húsi? Að sækja barnið mitt í leikskólann og óttast það að barnið mitt verði farið þegar ég kem? Að vera í almenning og óttast það að ég sé hann?“ spyr Stella í færslunni.

Maðurinn sem hún talar um er Guðmundur Elís Sigurvinsson, rúmlega tvítugur karlmaður sem hefur verið dæmdur fyrir ofbeldisbrot sín gegn Stellu en einnig annarri konu. Stella er barnsmóðir Guðmunds en hin konan er fyrrverandi kærasta  Guðmundar. Ofbeldisbrotin sem Guðmundur framdi eru afar gróf. Hann sparkaði í hina konuna (ekki Stellu) og lamdi hana auk þess sem hann reif í hár hennar og tók hana hálstaki. Guðmundur þrengdi að öndunarvegi hennar sem var til þess fallið að setja hana í lífshættu. Konan hlaut marga hættulega áverka af árásinni.

Guðmundur var einnig dæmdur fyrir ofbeldisbrot sín gegn Stellu en hann ók með hana upp í Heiðmörk og lamdi hana á leiðinni. Í Heiðmörk hótaði hann að skilja hana eftir og eyðilagði símann hennar. Þremur mánuðum síðar framdi hann brotin gegn hinni konunni.

Sjá einnig: Guðmundur Elís braut gegn fleiri konum

„Hversu lengi þarf ég að vera hrædd, útaf hann er laus, að hann gengur um göturnar frjálslega. Hvenær ætlið þið að fara taka ykkur saman og átta ykkur á því hversu hættulegur þessi maður er?“ spyr Stella í færslunni því Guðmundur situr ekki lengur inni fyrir brot sín gegn hinni konunni. Hann fékk 12 mánaða fangelsi en sat aðeins inni í 5 mánuði.

„Hann hefur beitt líkamlegu, andlegu og kynferðislegu ofbeldi, hvað meira þarf hann að gera svo að þið gerið eitthvað í þessu máli? Hann drap næstum þvi kærustuna sína, það munaði hvað, 1 eða 2 höggum og hún væri dauð? Þetta var tilraun til manndráps en samt breyttu þið því í alvarlega líkamsárás í nánu sambandi, afhverju?“

Virkilega grófar og óhugnanlegar hótanir

Ástæðan fyrir skrifum Stellu er sú að hún hefur líka orðið fyrir ofbeldi frá Guðmundi. „Ég kærði líkamlegt ofbeldi frá honum, var með myndir af áverkum eftir hann og myndir af hótunum frá honum þar sem hann hótaði þvi að lemja mig í stöppu og nauðga mér, en út af því að hann sagði nei, þá var það bara orð gegn orði, hvernig er það orð gegn orði þegar ég er með sannanir? Hvernig er það orð gegn orði þegar hann er nýbúinn að vera nálægt því að fremja morð?“ spyr Stella í færslunni.

DV fékk sent afrit af þeim hótunum sem Guðmundur sendi Stellu. Hótanirnar eru afar óhugnanlegar en eins og Stella segir þá hótaði hann meðal annars að lemja hana og nauðga henni. Þá hvatti Guðmundur hana líka til þess að taka eigið líf. „Gerðu mér og öllum í kringum þig bara greiða. Fkn dreptu þig. Og ekki hálfgera það. Kláraðu fkn dæmið. Myndir létta lífið fyrir öllum,“ sagði Guðmundur í einkaskilaboðum sem hann sendi Stellu á samfélagsmiðlinum Instagram.

Þá hótaði Guðmundur henni einnig í gegnum samfélagsmiðilinn Snapchat eftir að hún lokaði fyrir staðsetninguna sína og svaraði honum ekki. „Veit alveg hvað þú ert að gera og ég lofa þér því, ég tek þig og lem þig í klessu og nauðga þér þegar ég kem,“ sagði Guðmundur. „Þegar ég kem í bæinn þá færðu að fkn heyra það. Virkilega færð að finna fkn fyrir því Stella.“

Guðmundur sagði einnig að hún væri að gera illt verra með því að svara ekki. „Ekki gera mig reiðan af því ég verð reiður þangað til ég sé þig og þá sleppi ég henni út á þig.“

„Ég er svo fokking reið og sár“

Stella segir enn fremur í færslunni: „Hvenær ætlið þið að fara taka ykkur saman? Hvað ætlið þið að bregðast mörgun stelpum, strákum, konum og körlum sem eru að lenda í ofbeldi, líkamlega, kynferðislegu eða andlegu? Þessi maður sat inni í hvað 4 eða 5 mánuði? Fyrir TILRAUN TIL MANNDRÁPS. Hann fékk afslátt útaf hann var ekki orðinn 21 árs? Útaf hann er ekki jafn hættulegur þegar hann er 20 ára? Hvað meiniði?“

Næst bendir hún á að hann sé síbrotamaður þegar kemur að ofbeldi. „Hann hefur ekki bara beitt ofbeldi 1 sinni, ekki bara tvisvar eða þrisvar, þetta var ekki í fyrsta skipti og þetta var ekki í síðasta skipti. Karlmaður sem stal KJÚKLING, fékk hærri dóm.“

Að lokum spyr hún hvers vegna vinir hans eru ennþá vinir hans. „Af hverju? Þið vitið af öllu sem hann hefur gert og hafið verið viðstödd af einhverjum atvikum. Hvenær ætlið þið að átta ykkur á hvernig mann þið eruð að styðja? Hvernig mann þið eruð að umgangast? Hvað þarf hann að gera svo þið sjáið hvernig maður hann er og hvernig maður hann mun alltaf vera?“ spyr hún.

„Ég er svo fokking reið og sár, og ég skil ekki afhverju þið gerið ekki betur, ég skil ekki hvernig þig hafið það í ykkur að geta brugðist okkur aftur og aftur og aftur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu