fbpx
Þriðjudagur 06.janúar 2026
Fréttir

Vopnað rán framið í KFC í Sundagörðum – UPPFÆRT

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 12. janúar 2021 20:39

Mynd: Vilhelm

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vopnað rán var framið á KFC í Sundagörðum milli kl. 19 og 20 í kvöld. Þetta kemur fram á vef Fréttablaðsins.

Grímuklæddur maður, vopnaður tveimur eldhúshnífum, ógnaði þar starfsstúlku í afgreiðslunni. Fjórir lög­reglu­bílar voru sendir á vett­vang til að bregðast við ráninu en lög­reglan vildi ekki tjá sig við Fréttablaðið um málið.

Ekki kemur fram í fréttinni hvort maðurinn hafði peninga á brott með sér eða ekki en afgreiðslustúlkan opnaði peningakassann. Rætt er við vitni sem segja afgreiðslufólk og viðskiptavini hafa hlaupið út af staðnum. Þá segir að afgreiðslustúlkan hafi verið í miklu áfalli er hún var flutt á lögreglustöðu til skýrslutöku vegna málsins.

Uppfært kl. 23:25:

Í tilkynningu úr dagbók lögreglu sem send var til fjölmiðla í kvöld segir að maðurinn hafi verið handtekinn og enginn hafi hlotið meiðsl í árásinni:

„Laust eftir 19:30 í kvöld var tilkynnt um rán á skyndibitastað í austurhluta borgarinnar. Gerandinn, karlmaður, var handtekinn stuttu siðar nærri vettvangi í mjög annarlegu ástandi. Hann hafði ógnað starfsfólki með eggvopni en náði engum fjármunum. Karlmaðurinn gistir nú fangageymslur og rætt verður við hann morgun. Starfsfólk fyrirtækisins fékk sálræna aðstoð frá lögreglu en einn aðili þurfti aðhlynningu á slysadeild vegna áfallsins. Engin líkamleg meiðsli voru á fólki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Meirihluti vill ekki notaðan hlut í jólagjöf – Fimmtungur lítur á notaða gjöf sem móðgun

Meirihluti vill ekki notaðan hlut í jólagjöf – Fimmtungur lítur á notaða gjöf sem móðgun
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Skoða ætti flugeldanotkun ofan í kjölinn æsingalaust – „Hátt í tugur hættulegra þungmálma sem eyðast ekki“

Skoða ætti flugeldanotkun ofan í kjölinn æsingalaust – „Hátt í tugur hættulegra þungmálma sem eyðast ekki“
Fréttir
Í gær

Svona fóru Bandaríkin að því að handsama Maduro

Svona fóru Bandaríkin að því að handsama Maduro
Fréttir
Í gær

Konan sem slátraði Jésú látin – Óvænt ein vinsælasta mynd heims

Konan sem slátraði Jésú látin – Óvænt ein vinsælasta mynd heims
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kvartaði yfir mismunun og stjórnarskrárbrotum í heilbrigðiskerfinu

Kvartaði yfir mismunun og stjórnarskrárbrotum í heilbrigðiskerfinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nágrannaerjur um skolplögn sem fór beint niður um mitt loft í íbúð á jarðhæðinni

Nágrannaerjur um skolplögn sem fór beint niður um mitt loft í íbúð á jarðhæðinni