fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Ekkert bendir til að fólkið hafi látist vegna bólusetninganna

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 5. janúar 2021 21:12

Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Enn sem komið er eru engar vísbendingar um að orsaksamhengi sé milli andlátanna og bólusetninganna nema tímaraminn,“ sagði Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, í viðtali við Kastljós í kvöld. Tilkynnt hefur verið um fjögur andlát í kjölfar bólusetninga hérlendis fyrir COVID-19 með bóluefninu Pfizer.

Fjögur þúsund íbúar á hjúkrunarheimilum og um eitt þúsund heilbrigðisstarfsmenn voru bólusettir rétt fyrir áramót. Sóttvarnalæknir, landlæknir og Lyfjastofnun hafa ákveðið að láta framkvæma óháða rannsókn á dauðsföllunum. „Um andlát er að ræða, fjögur andlát og slíku fylgir alltaf sorg og missir. Samúð okkar er að sjálfsögðu með aðstandendum þessara einstaklinga og við funduðum í dag með sóttvarnalækni og landlækni og ákváðum í sameiningu að setja af stað rannsókn óháðra aðila um hvort orsakasamhengi sé á milli bólusetninganna og andláts þessara einstaklinga eða hvort orsakasamhengi sé milli undirliggjandi sjúkdóma hjá viðkomandi einstaklingum og andlátanna,“ sagði Rúna.

„Ég held að þetta sé mikilvægt skref að taka,“ sagði hún jafnframt en aðspurð staðfesti hún að 18 manns látist að jafnaði á hjúkrunarheimilum á landinu í hverri viku og tala látinni umrædda viku sé ekki hærri en vanalega. „Það voru bólusettir 4.000 einstaklingar af okkar elsta og kannski hrumasta fólki, margir eru þarna langveikir eða með undirliggjandi sjúkdóma. Því er kannski ekki óeðlilegt að þarna verði andlát og það sé tengt bólusetningunni í tíma.“

Rúna benti jafnframt á að á sama tíma hefðu verið bólusettir um 1.000 heilbrigðisstarfsmenn og hjá þeim hafi ekkert komið fram nema tilkynningar um minniháttar aukaverkanir á borð við flenskueinkenni, hita og slappleika.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin