fbpx
Miðvikudagur 28.október 2020
Fréttir

Landsréttur sýknar dagmömmu af líkamsárás gegn 20 mánaða barni – Sagði það hafa dottið úr stól

Heimir Hannesson
Föstudaginn 25. september 2020 16:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum dagmóðir á höfuðborgarsvæðinu var í Landsrétti í dag sýknuð af ákæru um sérstaklega hættulega líkamsárás og barnaverndarlagabroti gegn 20 mánaða barni sem var í hennar umsjá. Héraðsdómur hafði áður sakfellt konuna og dæmt hana í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi.

Í október 2016 barst lögreglu tilkynningu um að barnið hafi dottið úr barnastól á gólf dagmömmunar í Mosfellsbæ. Barnið var flutt á bráðamóttöku og við skoðun lækna vaknaði grunur um að dagmóðirin væri ekki að skýra satt frá atvikum. Áverkar pössuðu ekki við atvikalýsingu hennar. Stúlkan var með áverka og marbletti á andliti og hálsi.

Réttarmeinafræðingar sem kallaðir voru til vegna málsins voru samhljóða í álitum sínum um að ekki væri hægt að útskýra áverka barnsins með einu falli. Þvert á móti benti flest til þess að um ofbeldisverk væri að ræða, þá helst löðrungar og högg.

Fjölskipaður héraðsdómur sakfelldi konuna fyrir árásina og sagði að talsvert afl hafi þurft til að valda sumum þeirra. Var hún dæmd í 9 mánaða fangelsi, skilorðsbundið, og til að græða hálfa milljón króna í miskabætur.

Landsréttur sýknaði konuna

Í dag sýknaði Landsréttur konuna af ákærunni og vísað bótakröfunni frá dómi. Dómur héraðsdóms er því ómerktur.

Landsréttur kallaði til aðra réttarmeinafræðinga og lagði fyrir þá spurningar um:

  • Áverka barnsins.
  • Hvort hægt væri að útiloka að áverkarnir væru til komnir með þeim hætti sem yfirmatsbeiðandi hefur borið um í skýrslum hjá lögreglu og síðar fyrir dómi?
  • Hvort að áverkarnir gætu skýrst af því að barnið hafi dottið á/utan í barnastól sem barnið sat í og/eða aðra barnastóla sem voru við hlið hans?

Matsmenn voru ósammála í sínum niðurstöðum. Sagði annar matsmannanna að „ekki sé hægt að útiloka að áverkar barnsins hafi komið til á þann hátt sem ákærða hafi útskýrt fyrir lögreglu,“ né væri hægt að útiloka að áverkar hafi komið til við fall á eða utan í barnastóla sem barnið sat í eða þá sem við hlið hennar voru.

Landsréttur segir lögreglurannsókn athugaverða

Landsréttur sagði í dómnum sínum að ýmislegt hafi verið athugunarvert við rannsókn lögreglu sem gerði það að verkum að erfiðara væri að draga ályktanir um orsakir áverkana en ella. Fyrirliggjandi ljósmyndir voru í litlum gæðum og án kvarða til að sýna stærð áverkana. Þá samrýmdist ekki sviðsetning atburðarins, sem héraðsdómur byggði á er hann sakfelldi konuna, lýsingu í bráðamóttökuskrá.

Þá sagði í dómi Landsréttar að lögreglurannsókn hafi einblínt um of á hvort atburðalýsing konunnar gæti átt stoð í raunveruleikanum, en ekki hafi verið kannað hvort áverkarnir hafi geta orðið til með öðrum leiðum. Þetta mat Landsréttur mikilvægt enda sagði konan að hún hafi verið að sinna öðru barni er slysið varð og því ekki verið með fulla athygli á þá atburðarás sem átti sér stað þegar barnið féll úr stólnum.

Sagði í dómnum að:

Samkvæmt öllu framansögðu verður ekki talið, gegn eindreginni neitun ákærðu, að sannað sé svo að hafið sé yfir skynsamlegan vafa […] að hún hafi veist með ofbeldi að [barninu] á þann hátt sem í ákæru greinir. Af þeim sökum verður ákærða sýknuð af brotunum sem hún er ákærð fyrir.

Áfrýjunarkostnaður sem og málskostnaður er felldur á ríkið. Dóminn má lesa hér.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Útlendingastofnun frábiður sér ásakanir hælisleitenda um slæma meðferð

Útlendingastofnun frábiður sér ásakanir hælisleitenda um slæma meðferð
Fréttir
Í gær

Opinbera hræðilegt ástand á Suðurnesjum – Segja að honum hafi verið neitað um mat í þrjá daga – „Við erum að þjást“

Opinbera hræðilegt ástand á Suðurnesjum – Segja að honum hafi verið neitað um mat í þrjá daga – „Við erum að þjást“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ína lýsir stöðunni í Ameríku – „Þetta var alveg ótrúlegt ástand“

Ína lýsir stöðunni í Ameríku – „Þetta var alveg ótrúlegt ástand“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

COVID-19 smit á Vogi – Fann fyrir einkennum eftir skimun

COVID-19 smit á Vogi – Fann fyrir einkennum eftir skimun
Fréttir
Fyrir 3 dögum
76 ný COVID-19 smit