fbpx
Þriðjudagur 28.október 2025
Fréttir

Steinunn Ólína hvetur til borgaralegar óhlýðni – Varar fólk við því að gerast leynilöggur

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 22. september 2020 14:00

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, leikkona

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Nú þurfum við að vera óþekk!“ segir Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir í opinni færslu á Facebook-síðu sinni.

Ástæðan fyrir þessari færslu Steinunnar er að yfirvöld hafa nú auglýst formlega eftir Kehdr-fjölskyldunni sem hefur farið huldu höfði í tæpa viku. Vísa átti fjölskyldunni úr landi þann 16. september síðastliðinn en fjölskyldan fannst ekki. „Ég hef ekki heyrt í þeim og það er slökkt á símunum þeirra. Ég heyrði ekki í þeim í gær og hef ekki heyrt í þeim í dag,“ sagði Magnús Davíð Norðdal, lögmaður egypsku fjölskyldunnar, daginn sem brottvísunin átti að fara fram.

„Ég vil hvetja til borgaralegrar óhlýðni við þessar einstöku aðstæður og vara fólk við því að gerast leynilöggur og uppljóstrarar fyrir yfirvöld,“ segir Steinunn í færslunni. „Ég held að með því að segja til ferða þessa fólks eða dvalarstaðar sé viðkomandi að valda sjálfum sér ævarandi sálarskaða. Því það að svíkja þetta fólk í sinni neyð eru svik við mennskuna sjálfa. Slíkur skaði er aldrei aftur tekinn og veldur öllum manneskjum sem á annað borð finna til samkenndar með öðrum óbætanlegu tjóni og lífstíðarharmi sem upprætist aldrei.“

Steinunn botnar færsluna með því að segja hve mikið afl getur búið í þögninni. „Stundum getur maður nefnilega hjálpað öðrum og bætt heiminn með því að þegja sem fastast. Það reynist mörgum erfitt en þögnin er stundum bæði grjóthart vopn og verndandi afl.“

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Nágrannaerjur í Vesturbænum – Vildi ekki hafa „ljótt“ smáhýsi rétt við stofugluggann

Nágrannaerjur í Vesturbænum – Vildi ekki hafa „ljótt“ smáhýsi rétt við stofugluggann
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Örn gagnrýnir dómstóla fyrir að svipta aldraðan mann fjárræði – „Má leggja að jöfnu við hrægammana sem leggjast á bráð sína“

Örn gagnrýnir dómstóla fyrir að svipta aldraðan mann fjárræði – „Má leggja að jöfnu við hrægammana sem leggjast á bráð sína“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Myndband yfir Keflavík vekur athygli – „Á hvern fjandann var ég að horfa?“

Myndband yfir Keflavík vekur athygli – „Á hvern fjandann var ég að horfa?“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Veðurstofan gefur út viðvörun vegna snjókomu á morgun

Veðurstofan gefur út viðvörun vegna snjókomu á morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segist ekki þurfa að kunna íslensku til að búa á Íslandi

Segist ekki þurfa að kunna íslensku til að búa á Íslandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ráðuneytið telur gæludýrafrumvarp Ingu standast stjórnarskránna – Friðhelgi einkalífs og eigna

Ráðuneytið telur gæludýrafrumvarp Ingu standast stjórnarskránna – Friðhelgi einkalífs og eigna