fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Barin með keðju og úri þeirra rænt

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 17. september 2020 06:05

Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Klukkan 19.50 í gær tilkynnti par um rán í Breiðholti. Parið hafði auglýst Apple Watch til sölu og hafði verið í sambandi við væntanlegan kaupanda, konu sem vildi að þau kæmu með úrið að heimili hennar í Breiðholti. Þegar þangað var komið biðu tveir karlar og ein kona þeirra og börðu parið með keðju og rændu úrinu.

Á áttunda tímanum í gærkvöldi var tilkynnt um tvo menn að sparka í bifreiðar við Grensásveg. Þeir fóru síðan af vettvangi í bifreið. Akstur ökumanns var stöðvaður skömmu síðar og mennirnir handteknir. Þeir voru í annarlegu ástandi og eru grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna/lyfja. Þeir voru vistaðir í fangageymslu.

Um klukkan þrjú í nótt var þrennt handtekið í hverfi 105 vegna gruns um nytjastuld bifreiðar. Tilkynnt hafði verið um stuld á bifreiðinni nokkrum klukkustundum áður. Þegar lögreglumenn stöðvuðu akstur ökumanns skipti hann um sæti við farþega. Allt fólkið er grunað um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna, ítrekaðan akstur svipt ökuréttindum og að hafa ekki notað öryggisbelti við aksturinn.

Á fjórða tímanum í nótt tilkynnti leigutaki í miðborginni um líkamsárás. Hann sagði að leigusalinn hafi komið í íbúðina og ráðist á sig.

Bifreið fór út af Elliðavatnsvegi í gærkvöldi. Ekki eru skráð slys á fólki. Flytja þurfti bifreiðina á brott með kranabifreið.

Í Ártúnsbrekku var bifreið ekið í veg fyrir aðra bifreið og síðan ók ökumaður á brott af vettvangi þrátt fyrir að umferðaróhapp hafi orðið. Ekki ætti að vera erfitt að hafa uppi á honum því við áreksturinn datt annað skráningarnúmerið af bifreið hans.

Þrír ökumenn voru handteknir í gærkvöldi og nótt, grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Í gær

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala
Fréttir
Í gær

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“
Fréttir
Í gær

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus