fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
Fréttir

Segir lögmenn brjóta siðareglur þegar þeir aðstoði hælisleitendur við að tefja mál

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 16. september 2020 15:08

Einar S. Hálfdanarson (t.v.) og Ibrahim Kehdr

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar S. Hálfdanarson hæstaréttarlögmaður fer hörðum orðum um lögmenn sem aðstoða umsækjendur um alþjóðlega vernd hér á landi. Segir hann að skipulega sé staðið að vísvitandi innflutningi á ólöglegum innflytjendum hingað til lands. Þetta kemur fram í grein Einars í Morgunblaðinu í dag.

Einar segir að stórfelld ásókn í alþjóðlega vernd á Íslandi sé að hluta til skipulögð en stafi einnig af barnalegri afstöðu Íslendinga til umsækjenda um alþjóðlega vernd.

„Á Íslandi er það svo sem annars staðar í Evrópu að víðtækt stuðningsnet ýmissa aðila stendur að ólöglegum innflutningi fólks. Og reyndar í fáeinum tilfellum við aðstoð að löglegum innflutningi. Að mér telst til eru um 30 manns í fullu starfi hjá Rauða krossinum varðandi umsækjendur um vernd, flestir lögfræðingar. Er þá ótalinn fjöldi annarra lögfræðinga. Í Danmörku myndi það þýða 500 slíkir starfsmenn hjá Rauða krossinum!“ segir Einar í grein sinni.

Segir hann að lögmenn taki þátt í að misnota aðstoð ætlaða flóttafólki með því að stuðla að innflutningi fólks sem augljóslega eigi ekki rétt á vernd:

„Samt er það svo að í mörgum tilfellum er lagt í langa og dýra vegferð til að misnota aðstoð ætlaða flóttafólki. Lögmenn mega auðvitað ekki taka þátt í slíku atferli. Siðareglur lögmanna, sbr. lög um lögmenn, segja beinlínis að lögmaður skuli svo til allra mála leggja, sem hann veit sannast eftir lögum. Lögmaður skal ætíð gefa skjólstæðingi hlutlægt álit á málum hans. Það leiðir af framangreindu að það að skipuleggja og taka þátt í langri tafataktík til að koma í veg fyrir augljóslega lögmæta brottvísun er andstætt siðareglum. – En lög og siðareglur
eru víst bara bindandi þegar útkoman hentar öfgasinnuðu vinstrafólki.“

Í umræðunni um Kehdr-fjölskylduna sem flytja átti nauðungarflutningum úr landi í mörgun en fer núna huldu höfði hefur hefur verið nefnt til sögunnar að fjölskyldufaðirinn Ibrahim er meðlimur í samtökunum Múslímska bræðralaginu. Deilt hefur verið um hvers konar samtök Múslímska bræðralagið sé. Einar bendir á að samverkamenn hryðjuverkaforingjans bin-Laden hafi verið uppfræddir í Bræðralagi múslima og segir síðan:

„Skammur valdatími bræðralagsins í Egyptalandi var blóði drifinn, kirkjur kopta brenndar, þeir ofsóttir og drepnir. Nú er bræðralagið eða hluti þess hrein hryðjuverkasamtök. Í Egyptalandi eru einungis fangelsaðir þeir sem hafa tengsl við hryðjuverkasamtök.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Dóri DNA segist skilja faðmara undirheimana og orðheppni þeirra – „Þetta fer allt í gáma, gámar kjafta ekki“

Dóri DNA segist skilja faðmara undirheimana og orðheppni þeirra – „Þetta fer allt í gáma, gámar kjafta ekki“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Neitað um bætur eftir að farþega blæddi stanslaust

Neitað um bætur eftir að farþega blæddi stanslaust
Fréttir
Í gær

Atla Steini enn líkt við gervigreind – „Broslegt að sjá fólk ítrekað verða sér til skammar“

Atla Steini enn líkt við gervigreind – „Broslegt að sjá fólk ítrekað verða sér til skammar“
Fréttir
Í gær

Steinunn varpar ljósi á brjálæðislegt álag – „Staða sem á ekki að koma upp á sjúkrahúsi í velmegandi ríki árið 2025“

Steinunn varpar ljósi á brjálæðislegt álag – „Staða sem á ekki að koma upp á sjúkrahúsi í velmegandi ríki árið 2025“
Fréttir
Í gær

Ógnvekjandi spenna í samskiptum Kína og Japan – Óttast að stríðsátök geti brotist út

Ógnvekjandi spenna í samskiptum Kína og Japan – Óttast að stríðsátök geti brotist út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ráðuneyti Guðmundar Inga í stríði við Morgunblaðið – Fréttaflutningur gagnrýndur harðlega

Ráðuneyti Guðmundar Inga í stríði við Morgunblaðið – Fréttaflutningur gagnrýndur harðlega
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Mig langaði bara að eitt væri alveg skýrt: sagan hennar á ekki að gleymast“

„Mig langaði bara að eitt væri alveg skýrt: sagan hennar á ekki að gleymast“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gerir upp stóra salernismálið – „Ég held það hafi hlakkað í mörgum, ég held þeim hafi þótt þetta skemmtileg frétt“

Gerir upp stóra salernismálið – „Ég held það hafi hlakkað í mörgum, ég held þeim hafi þótt þetta skemmtileg frétt“