fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Hrekja fullyrðingu lögmanns egypsku fjölskyldunnar

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 16. september 2020 13:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stoðdeild ríkislögreglustjóra hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fullyrðinga Magnúsar D. Norðdahl, lögmanns egypsku fjölskyldunnar sem vísa átti úr landi í morgun, í fjölmiðlum.

Magnús hefur sagt að Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri Útlendingastofnunar hafi farið með rangt mál í Kastljósi í gær. En Þorsteinn sagði að það væri fjölskyldunni sjálfri að kenna að þau voru ekki flutt úr landi fyrr með vísan í vegabréf þeirra sem þau vildu ekki endurnýja.

Magnús segir að frá því að úrskurður féll og þar til vegabréfin runnu út hafi liðið nokkur tími og á þeim tíma hafi vel verið hægt að vísa þeim úr landi.

Stoðdeild ríkislögreglustjóra bendir á að Magnús fari ekki með rétt mál. Málsmeðferðin hafi verið flóknari en svo og því hafi ekki veist rými til að koma fjölskyldunni úr landi áður en vegabréf runnu út.

„Það er ekki rétt að stoðdeild ríkislögreglustjóra hafi haft sex vikur til að flytja fjölskylduna úr landi á gildum skilríkjum. Beiðni um framkvæmd ákvörðunar barst stoðdeild frá Útlendingastofnun þann 13.1.2020, tveimur vikum áður en skilríki tveggja fjölskyldumeðlima runnu út,“ segir í tilkynningu.  

Stoðdeild bendir á að úrskurður kærunefndar útlendingamála þar sem ákvörðun Útlendingastofnunar var staðfest lá fyrir 18. nóvember 2019 og var þar fjölskyldunni synjað um alþjóðlega vernd. Var fjölskyldunni þá veittur 30 daga frestur til að yfirgefa landið af sjálfsdáðum.

Að þeim fresti liðnum hafi ferið ljóst að fjölskyldan ætlaði sér ekki sjálfviljug úr landi og eins hafði því verið hafnað.  Því var málinu vísað til stoðdeildar ríkislögreglustjóra með beiðni sem var dagsett 13. janúar.

„Ekki var unnt að skipuleggja flutning fjölskyldunnar til heimalands á þeim tveimur vikum sem skilríki allra fjölskyldumeðlima voru gild. Slíkar fylgdir krefjast lengri undirbúnings sem meðal annars felst í því afla heimilda fyrir íslenska lögreglumenn til að ferðast til og í gegnum þau ríki sem ferðaleiðin gerir kröfu um.

Vinna við undirbúning fylgdarinnar hófst eftir að málið kom á borð stoðdeildar og var strax ljóst að afla þyrfti gildra skilríkja, annað hvort með framlengingu eða útgáfu nýrra skilríkja. Stoðdeild átti í samskiptum við lögmann fjölskyldunnar um þessa stöðu og tók hún þá ákvörðun að óska ekki eftir framlengingu vegabréfanna eins og þegar hefur komið fram.“ 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Í gær

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP
Fréttir
Í gær

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv