fbpx
Föstudagur 18.júní 2021
Fréttir

Vafi um réttmæti samtals 26 ára fangelsisdóms í Landsrétti – Hæstiréttur neitar að taka málið fyrir

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 15. september 2020 17:15

mynd/Stefán Karlsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ljóst varð nú fyrir helgi að dómur Landsréttar yfir þeim Alvari Óskarssyni, Einari Einarssyni og Margeiri Pétri Jóhannssyni fengi að standa þegar Hæstiréttur hafnaði málskotsbeiðni lögmanna Alvars.

Landsréttur mildaði dóminn yfir mönnunum um eitt ár á mann, en Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður dæmt Alvar í sjö ára fangelsi og þá Margeir og Einar í sex ára fangelsi fyrir umfangsmikla ræktun kannabisplantna og framleiðslu amfetamíns í sumarbústað í Borgarfirði. Lestur dómsins, sem ná nálgast hér, líkist einna helst handriti bandarísks löggudrama, og er í dómnum lýst af mikilli nákvæmni hvernig lögreglumenn fylgdust með ferðum þremenningana í tengslum við ræktun þeirra á kannabisplöntunum við Þykkvabæ og síðar vegna amfetamínframleiðslu í Borgarfirði.

Sagan hófst á ábendingu sem lögreglan nýtti sér til að fá heimild fyrir eftirfararbúnaði í bifreið Alvars í apríl í fyrra. Sú aðgerð leiddi það í ljós að Alvar var í sambandi við þá Einar og Margeir og nýttu þeir aðra bifreið til þess að ferðast á milli Reykjavíkur og Þykkvabæjar. Sú bifreið stóð þess á milli óhreyfð í Árbæ. Lögregla fékk heimild til þess að koma fyrir samskonar eftirfararbúnaði í þeirri bifreið.

Stöðvaður fyrir almennt umferðarlagabrot

Í maí var Alvar stöðvaður af umferðarlögreglu vegna brota á umferðarreglum. Þegar lögregla óskaði eftir að fá að skoða í skott bifreiðarinnar brást Alvar, samkvæmt lögregluskýrslu, „illur við,“ og neitaði lögreglunni að leita í bílnum. Alvar var þá handtekinn og miðlæg rannsóknardeild látin vita. Nýtti hún tækifærið og fékk dómsheimild fyrir að koma fyrir eftirfararbúnað í bílinn. Þegar rannsóknarlögreglumenn fundu hins vegar búnað til framleiðslu á amfetamíni í bílnum ákváðu þeir að sleppa því að koma eftirfararbúnaðinum fyrir þar sem líklegt þótti að eigandi bílsins myndi leita af slíku í honum. Þess heldur lagði lögreglan í eftirlit með manninum. Beitti lögregla m.a. hlerunarbúnaði þar sem hún heyrði mennina ræða kannabisræktunina, að því er fram kemur í dómnum.

Í byrjun júní hafi svo mennirnir þrír sótt bílaleigubíla í Keflavík, og keyrt svo í hringi á höfuðborgarsvæðinu, og meðal annars stöðvað bílana til þess að athuga hvort þeim væri veitt eftirför. Segir m.a.: „Er þeir  óku  af  stað  aftur  hafi  þeir  numið  staðar  á  grænu  umferðarljósi  á  gatnamótum Ögurhvarfs og Vatnsendavegar, beðið þar til það skipti í rautt og ekið þá af stað að Breiðholtsbraut.“

Enn fremur segir:

Í skýrslu lögreglu segir að ákærði Alvar hafi farið inn á sólpall við húsið að […], beðið þar nokkra stund „og horfði mikið í kringum sig á þeim tíma. Hann virtist vera að fylgjast  með  því  hvort  lögregla veitti  honum  eftirför  en  hann  horfði  á  eftir  öllum ökutækjum  sem  óku  þar  framhjá  og  horfði  m.a. upp  í  loftið  hugsanlega í  leit  að drónum.

Vafasamar forsendur dóms listaðar í málskotsbeiðni

Eftirför lögreglu endaði svo með handtöku mannanna 8. júní í fyrra. Fyrrgreindur dómur féll svo í desember sama ár og Landsréttardómurinn í júní á þessu ári.

Í málskotsbeiðininni til Hæstaréttar tiltaka lögmenn Alvars nokkra alvarlega galla á dómnum.

Færðu lögmennirnir þar rök fyrir því að dómurinn hafi verulega almenna þýðingu og hefði fordæmisgildi, m.a. vegna þess að dómurinn er aðeins sá annar í íslenskri dómaframkvæmd sem fjallar um „framleiðslu“ amfetamíns af þessu tagi og að svo mikill munur hafi verið á framleiðsluaðferð að fordæmisgildi fyrir þann seinni beri að draga í efa. Þannig var framleiðslan í máli Alvars umbreyting amfetamínbasa yfir í amfetamínnítrat, sem er amfetamínduftið sem selt er á götunni. Í því fyrra var um að ræða amfetamínframleiðslu frá grunni.

Enn fremur vísa lögmenn á að heimurinn hafi minnkað, og að ákvæði í hegningarlögum um að innflutningur og framleiðsla á efnum sé alvarlegri glæpur en sala þess og dreifing innanlands eigi jafnvel ekki við lengur.

Lögmenn færa einnig rök fyrir því í málskotsbeiðninni að málsmeðferð fyrir héraðsdómi hafi verið stórlega ábótavant og dómur Landsréttar efnislega rangur.

Lögreglumenn neituðu að bera vitni

Til grundvallar sakfellingar Alvars og Einars var meðal annars framburður lögreglumanna sem sögðust hafa verið á sjónpóstum fyrir utan sumarhúsið þar sem framleiðslan fór fram. Hins vegar neituðu þeir að vitna um hvar þeir voru nákvæmlega. Landsréttur segir í sínum dómi að lögreglumenn, sem og önnur dómkvödd vitni, megi þetta hreinlega ekki. „Að mati hins sakfellda er staðsetning lögreglumanna á sjónpósta þýðingarmikið atriði sem vitnunum var heimilað í héraðsdómi að skorast undan að svara,“ sagði í málskotsbeiðninni.

Þá segir einnig að dómaþyngdin yfir þremenningunum sé í ósamræmi við fyrri dóma.

Hlutverk fjórða manns órannsakað

Við rannsókn málsins gaf fjórði maðurinn sig fram og viðurkenndi aðild að málinu. Við yfirheyrslur mannsins, segir í málskotsbeiðninni, var maðurinn beittur ólögmætum rannsóknaraðferðum. Honum var lofað ívilnun og þóttu spurningar leiðandi, að mati lögmanna Alvars. Maðurinn var látinn teikna mynd af staðnum til þess að sanna að hann hafi verið viðstaddur. Þegar maðurinn neitaði að teikna tóku lögreglumenn upp þráðinn og luku við teikningarnar sjálfir. Þessar teikningar voru svo lagðar, skv. málskotsbeiðninni, því til grundvallar að framburður mannsins var talinn ótrúverðugur.

Í sumarbústaðnum höfðu grímur verið haldlagðar af lögreglu og lífsýni tekin úr þeim. Engin lífsýni voru tekin úr manninum sem gaf sig fram og fingrafarasamanburður ekki framkvæmdur. Þrátt fyrir að búnaður til framleiðslu amfetamíns hafi fundist í húsleit heima hjá þessum fjórða manni, var þáttur hans ekki rannsakaður nægilega vel. Þess má svo geta að DNA sýnin sem fundust í grímunum í sumarbústaðnum pössuðu ekki við neinn þremenninganna, heldur var úr tveimur óþekktum karlmönnum.

Enn fremur vísar lögmaður Almars á að módel-númer hrærivél sem Einar keypti í Elko tveim dögum áður en þeir voru handteknir og notað í framleiðslu amfetamínsins passar ekki við módel númer hrærivélarinnar sem var haldlögð í bústaðnum.

Þessi atriði dugðu þó ekki fyrir Hæstarétt sem, líkt og fyrr sagði, hafnaði málskotsbeiðininni. Úrskurður Landsréttar er því endanlegur dómur og verður ekki breytt upp úr þessu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ósakhæfur barnaníðingur á sambýli fyrir geðfatlaða veldur ólgu í Mosfellsbæ – Börn í næstu húsum og leikskóli í götunni

Ósakhæfur barnaníðingur á sambýli fyrir geðfatlaða veldur ólgu í Mosfellsbæ – Börn í næstu húsum og leikskóli í götunni
Fréttir
Í gær

Var brugðið þegar hann las um sjálfan sig í dagbók lögreglu eftir átök um smáhund – „Ég var ekki handtekinn“

Var brugðið þegar hann las um sjálfan sig í dagbók lögreglu eftir átök um smáhund – „Ég var ekki handtekinn“
Fréttir
Í gær

Bandarískt par keypti penthouse-íbúð við Austurhöfn á 295 milljónir króna

Bandarískt par keypti penthouse-íbúð við Austurhöfn á 295 milljónir króna
Fréttir
Í gær

Auði leið eins og geranda eftir að reiðar konur tættu skrif hennar í sig

Auði leið eins og geranda eftir að reiðar konur tættu skrif hennar í sig
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona fær dæmdar skaðabætur eftir að hafa slasast í sturtu á Vogi – Héldu því fram að hún hefði slasast vegna lyfjanotkunar

Kona fær dæmdar skaðabætur eftir að hafa slasast í sturtu á Vogi – Héldu því fram að hún hefði slasast vegna lyfjanotkunar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hæstiréttur þyngir nauðgunardóm yfir tveimur karlmönnum – „Gat þeim ekki dulist að um barn væri að ræða“ – Stúlkan fraus við nauðganirnar

Hæstiréttur þyngir nauðgunardóm yfir tveimur karlmönnum – „Gat þeim ekki dulist að um barn væri að ræða“ – Stúlkan fraus við nauðganirnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Berglind rakst á vegg þegar hún sótti um HÍ á grundvelli nýrra laga Lilju Alfreðs – „Á ekki að standa við þetta?“

Berglind rakst á vegg þegar hún sótti um HÍ á grundvelli nýrra laga Lilju Alfreðs – „Á ekki að standa við þetta?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Borgarstjóri vill ekki stytta opnunartíma skemmtistaða

Borgarstjóri vill ekki stytta opnunartíma skemmtistaða