fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Fréttir

Alma með mikilvæg skilaboð til þjóðarinnar – „Við verðum að ná tökum á þessari veiru“

Jón Þór Stefánsson
Sunnudaginn 9. ágúst 2020 16:30

Alma Möller.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alama D. Möller, Landlæknir biðlaði til þjóðarinnar á upplýsingafundi Almannavarna að halda áfram að vera á varðbergi og fylgja tilsettum reglum. Hún sagði að þó að ástandið virtist vera að batna þá væri ekki hægt að draga ályktanir strax.

„Staðan er þannig að það eru enn þá að greinast smit, tengd þeim smitum sem fyrir eru. Sem betur fer eru tilfellin fá síðustu dag og fleiri verið í sóttkví við greiningu. Samt er enn þá varhugavert að draga ályktanir eftir sveiflum á milli daga,“

„Við hvetjum fólk áfram til að vera á varðbergi og hafa samband án tafar. Ef það er með einkenni sem samræmast COVID-19,“

Hún sagði að augljóst að margir virðist vera orðnir þreyttir á samkomutakmörkunum og tveggja metra reglunni. Hún sagði að það gengi ekki, við þyrftum að hafa úthald.

„Það er ljóst að það gætir þreytu hjá mörgum í því að fylgja reglum og leiðbeiningum. Það þýðir ekki. Við verðum að hafa úthald. Reglur eru í gangi sem fólk þarf að fara eftir. Það er mikil umræða í samfélaginu um hvernig við eigum að halda áfram aðgerðunum og það er vel. Það er ljóst að það þarf að vega og meta fjölda þátta þar inn,“

Að lokum bað Alma um að fylgja reglunum. Það væri leiðin til að stöðva smit og veiruna, sem væri jú markmiðið.

„Við biðlum áfram til allra að fara eftir þeim reglum sem settar eru: virða fjöldatakmarkanir, smitvarnir og tveggja metra regluna. Við verðum að ná tökum á þessari veiru og leiðin til þess er að við förum öll eftir þessum leiðbeiningum,“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Kallar eftir því að einhverfur vinur hennar fái tækifæri á vinnumarkaðinum

Kallar eftir því að einhverfur vinur hennar fái tækifæri á vinnumarkaðinum
Fréttir
Í gær

Bræður sakfelldir fyrir að þvætta tugi milljóna og annar fyrir að tilkynna ranglega um líkamsárás í sumarbústað

Bræður sakfelldir fyrir að þvætta tugi milljóna og annar fyrir að tilkynna ranglega um líkamsárás í sumarbústað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Færsla um tekjur öryrkja vekur úlfúð – „Er þetta ekki ágætis innkoma?“

Færsla um tekjur öryrkja vekur úlfúð – „Er þetta ekki ágætis innkoma?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Var áður einn helsti stuðningsmaður Trump en fær nú að kenna á fúkyrðaflaumi

Var áður einn helsti stuðningsmaður Trump en fær nú að kenna á fúkyrðaflaumi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Starfsmaður Landspítalans fletti upp í sjúkraskrá án heimildar – Gaf upp ástæðu sem stóðst ekki skoðun

Starfsmaður Landspítalans fletti upp í sjúkraskrá án heimildar – Gaf upp ástæðu sem stóðst ekki skoðun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Treysti því að sama fólki sé misboðið þegar foreldrið á myndinni útsetur önnur börn en sín eigin fyrir „umræðunni”“

„Treysti því að sama fólki sé misboðið þegar foreldrið á myndinni útsetur önnur börn en sín eigin fyrir „umræðunni”“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jón Trausti um myndbirtinguna af barni Snorra – Gegn hefðbundnum siðavenjum fjölmiðla

Jón Trausti um myndbirtinguna af barni Snorra – Gegn hefðbundnum siðavenjum fjölmiðla
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sverrir Einar ákærður fyrir brot í rekstri fjögurra félaga – Segist hafa verið beittur ólöglegum aðgerðum

Sverrir Einar ákærður fyrir brot í rekstri fjögurra félaga – Segist hafa verið beittur ólöglegum aðgerðum