fbpx
Laugardagur 26.september 2020
Fréttir

Fordómafull umræða um hinsegin dagskrá RÚV sýnir fram á mikilvægi Hinsegin daga

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 7. ágúst 2020 13:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hefðbundin dagskrá Hinsegin daga var blásin af sökum COVID-19 faraldursins og hafa Íslendingar verið hvattir til að fagna fjölbreytileika og hinseginleikanum hver í sínu horni, Hinsegin heima. Í tilefni Hinsegin daga hefur RÚV boðið upp á hinsegin dagskrárliði í vikunni og mun gera svo áfram um helgina með hátíðardagskrá Hinsegin daga.

Ekki eru þó allir sáttir með þetta uppátæki Ríkissjónvarpsins. Inn á Facebook-hóp sem helgaður er gagnrýni á RÚV og heitir hreinlega „Gagnrýnum RÚV“ er vakin athygli á dagskránni.

„Nú þegar gleðigangan er fallin niður þá ætlar RÚV að vera með sína eigin trans og gleðigöngu á hverju kvöldi í viku

Fara peningarnir mínir í þetta kjaftæði?

Meðlimir hópsins létu málið til sín taka í athugasemdum þar sem nokkrir lýstu yfir furðu sinni á uppákomunni og veltu því upp hvort ríkisrekinn fjölmiðill væri rétti vettvangurinn fyrir Hinsegin dagskrá í heila viku.

Meðal athugasemda mátti finna eftirfarandi ummæli:

„Viðrinis dagar á RÚV“ 

„Þarf nú að vera sér dagskrá fyrir samkynhneigða. Ég man ekki eftir dagskrá hjá ruv fyrir eingöngu gagnkynhneigt fólk“ 

„Mikið var það gleðilegt að gleðigangan skyldi falla niður. Lengi lifi COVID-19.“ 

„Sjónvarpið er nógu slæmt fyrir svo við þurfum ekki gleði göngu í heila viku“ 

„Fara peningarnir mínir í þetta kjaftæði

„Ég er alls ekki á móti gay fólki þó mér finnst RÚV gera því ansi hátt undir höfði þessa daga.“

„Hvaða fjölbreytileiki felst í því að vera samkynhneigður“ 

„Ættum að hafa pólska viku í RÚV næstu vikur, þeir eru nú 20.0000″

Þetta gay efni truflar mig ekkert. Gaman að þessum þáttum, fróðlegt og vel gert. En það þarf samt ekki að vera með gay þætti hvert einasta kvöld. Sagt með fullri virðingu fyrir gay fólki alveg“

Rétt er að taka fram að umræðurnar voru líflegar og tjáðu sig þar einnig margir sem eru ánægðir með dagskrána og finnst fullt tilefni til að fagna Hinsegin dögum með þessum hætti.

„Það er klárlega þörf á sýnileika, fræðslu og Hinsegin dögum“

Baráttukonan Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir tjáði sig bæði í athugasemd og á Facebook-síðu sinni um málið. Þar bendir hún á að ummæli á borð við þau sem féllu í áðurnefndum hóp séu einmitt ein ástæða þess að Hinsegin dagar séu mikilvægir í samfélaginu.

„Ef einhverjum finnst ekki þörf á Hinsegin dögum þá eru athugasemdirnar á þessari færslu mjög skýrt dæmi um hvers vegna þeirra er þörf. Baráttan heldur svo sannarlega áfram.“

Formaður Hinsegin daga, Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson, tekur undir með Uglu.

„Það er klárlega þörf á sýnileika, fræðslu og Hinsegin dögum. Ef fordómarnir, sem koma í ljós á ýmsum fésbókarhópum, sýna það ekki skýrt þá mæli ég með að skoða stöðufærslu Uglu og athugasemdirnar sem henni fylgja. Ef það er enn fólk sem þolir ekki nokkra daga af hinsegin dagskrá á RÚV þá erum við langt frá þeim stað sem við viljum vera á. 

Í samtali við DV bendir hann einnig á að hinseginn dagskránni á RÚV sé hvergi nærri lokið. „Því miður fyrir þennan hóp“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ísland tekur á móti flóttafólki sem bjó í Moria-búðunum sem brunnu

Ísland tekur á móti flóttafólki sem bjó í Moria-búðunum sem brunnu
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Smáhúsin flutt í Gufunes – Heimilislausir fá heimili

Smáhúsin flutt í Gufunes – Heimilislausir fá heimili
Fréttir
Í gær

Brennuvargurinn á Bræðraborgarstíg neitar sök – Ákærður fyrir að drepa þrjá og íkveikju

Brennuvargurinn á Bræðraborgarstíg neitar sök – Ákærður fyrir að drepa þrjá og íkveikju
Fréttir
Í gær

Segir Ísland stefna í „útópíu sýklahrædda einfarans“

Segir Ísland stefna í „útópíu sýklahrædda einfarans“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Krár og skemmtistaðir opna aftur

Krár og skemmtistaðir opna aftur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Íslendingar á gjörgæslu á Gran Canaria

Tveir Íslendingar á gjörgæslu á Gran Canaria
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gunnar og Sverrir í sorpið

Gunnar og Sverrir í sorpið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólga á samfélagsmiðlum vegna „karlrembukasts“ Ragnars Þórs

Ólga á samfélagsmiðlum vegna „karlrembukasts“ Ragnars Þórs