fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024
Fréttir

Lögreglurannsókn vegna gjaldþrots Farvel – Segir Ferðamálastofu hafa sýnt linkind

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 13. ágúst 2020 07:50

Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri. Mynd: Fréttablaðið/GVA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan rannsakar nú ásakanir um að saknæmt athæfi hafi átt sér stað hjá ferðaskrifstofunni Farvel. Tugir Íslendinga sátu uppi með mikið tap við gjaldþrot ferðaskrifstofunnar vegna ferða sem þeir höfðu greitt inn á en voru aldrei farnar. Dæmi er um fjölskyldu sem tapaði um þremur milljónum vegna þessa. Ferðamálastofa er sökuð um linkind í garð fyrirtækisins og hefur erindi verið sent til Umboðsmanns Alþingis vegna þess.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að ferðaskrifstofan hafi verið svipt starfsleyfi þann 18. desember á síðasta ári eftir að hafa hunsað kröfu um hækkaða tryggingu í fjórtán mánuði. Fréttablaðið hefur eftir Eiríki Jónssyni, fyrrverandi formanni Kennarasambands Íslands, sem hafði greitt inn á ferð hjá Farvel að athæfi forsvarsmanns Farvel sé saknæmt.

„Það var kallað eftir því að fólk greiddi inn á ferðir sínar þegar ljóst var í hvað stefndi. Þeir sem millifærðu inn á reikning fyrirtækisins töpuðu nánast öllu slíku. Ég veit af fjölskyldu sem millifærði um 3 milljónir en fékk aðeins 10 prósent frá Ferðamálastofu.“

Sagði Eiríkur sem fékk sína ferð endurgreidda að mestu því hann greiddi hana með greiðslukorti. Eiríkur hefur sent Umboðsmanni Alþingis erindi vegna linkindar Ferðamálastofu gagnvart Farvel.

76 kröfur bárust Ferðamálastofu í tryggingasjóð vegna Farvel. Meðal endurgreiðslan var um 10 prósent. Aðspurð sagði Helena Þ. Karlsdóttir, forstöðumaður hjá Ferðamálastofu, að mál eins og þetta sé ástæðan fyrir að Ferðamálastofa ráðleggi fólki að greiða ferðir með greiðslukortum. Aðspurð af hverju ekki hafi verið gripið fyrr inn í mál Farvel sagði hún að stjórnsýslulegar ákvarðanir, eins og þarf að viðhafa í svona málum, taki tíma.

„Þetta er mjög öfgakennt dæmi og sem betur fer sjaldgæft að slíkir viðskiptahættir eigi sér stað. Við teljum að þarna hafi saknæmt athæfi átt sér stað og bíðum nú niðurstöðu lögreglurannsóknar.“

Sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Munaði hálfum sentimetra að hundur klóraði í auga dóttur Kristínar – „Ég vil ekki að þetta komi fyrir önnur börn“

Munaði hálfum sentimetra að hundur klóraði í auga dóttur Kristínar – „Ég vil ekki að þetta komi fyrir önnur börn“
Fréttir
Í gær

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“
Fréttir
Í gær

Jón Steinar studdi Höllu Hrund í tæpar 300 mínútur – „Mér varð á í messunni“

Jón Steinar studdi Höllu Hrund í tæpar 300 mínútur – „Mér varð á í messunni“
Fréttir
Í gær

Baldur gefur lítið fyrir gamla skemmtistaðamynd sem hefur farið í mikla dreifingu – „Hólí mólí Baldur, hvernig vogarðu þér?“

Baldur gefur lítið fyrir gamla skemmtistaðamynd sem hefur farið í mikla dreifingu – „Hólí mólí Baldur, hvernig vogarðu þér?“
Fréttir
Í gær

Landlæknir í stríð við Persónuvernd og gerir alvarlegar athugasemdir við starfshættina

Landlæknir í stríð við Persónuvernd og gerir alvarlegar athugasemdir við starfshættina
Fréttir
Í gær

Jón Steinar studdi Arnar Þór en er búinn að skipta um skoðun

Jón Steinar studdi Arnar Þór en er búinn að skipta um skoðun