fbpx
Mánudagur 03.ágúst 2020
Fréttir

Lögreglustjórakapall Áslaugar heldur áfram – Páley nýr lögreglustjóri á norðausturlandi

Heimir Hannesson
Föstudaginn 3. júlí 2020 10:24

Áslaug Arna og lögreglustjórarnir þrír. mynd/samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur skipað Páleyju Borgþórsdóttir í embætti lögreglustjórans á Norðurlandi eystra frá og með 13. júlí næstkomandi. Páley var metin hæfust í starfið af hæfnisnefnd um embætti ríkislögreglustjóra. Fimm sóttu um stöðuna. Það voru þau Arnfríður Gígja Arngrímsdóttir, aðstoðarsaksóknari hjá embætti Héraðssaksóknara, Halldóra Kristín Hauksdóttir, lögmaður hjá Akureyrarbæ, Hreiðar Eiríksson, lögfræðingur hjá Fiskistofu, Sigurður Hólmar Kristjánsson, saksóknarfulltrúi og staðgengill lögreglustjóra á Norðurlandi vestra auk Páleyjar.

Halla Bergþóra Björnsdóttir gegndi áður starfi lögreglustjóra á Norðurlandi eystra þangað til hún sagði því lausu eftir skipan í starf lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu og var þá starfið auglýst. Fjórir sóttu um það starf. Það voru þau Halla Bergþóra, Helgi Val­berg Jens­son, aðallög­fræðing­ur lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu, Hulda Elsa Björg­vins­dótt­ir, sett­ur lög­reglu­stjóri á höfuðborg­ar­svæðinu og Jón H. B. Snorra­son, sak­sókn­ari við embætti rík­is­sak­sókn­ara.

Embætti lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, sem Halla Bergþóra var nýlega skipuð í, losnaði þegar Sigríður Björk Guðjónsdóttir var skipuð í embætti ríkislögreglustjóra. Sjö sóttu um það starf. Það voru þau Arnar Ágústs­son, öryggis­vörður, Grímur Gríms­son, tengsla­full­trúi Ís­lands hjá Europol, Halla Berg­þóra Björns­dóttir, lög­reglu­stjóri á Norður­landi Eystra, Kristín Jóhannes­dóttir lög­fræðingur, Logi Kjartans­son lög­fræðingur, Páll Win­kel fangelsis­mála­stjóri og loks Sig­ríður Björk.

Páley hefur frá árinu 2015 gegnt embætti lögreglustjóra í Vestmannaeyjum og má því reikna með að sú staða verði auglýst von bráðar.

Þannig hafa Sigríður Björk, Halla Bergþóra og nú Páley allar færst til í starfi, upp á við myndu flestir segja, við hvarf Haralds Johannessen úr starfi ríkislögreglustjóra. Það má því segja að fróðlegt verði að fylgjast með hvernig skipað verður í stöðu lögreglustjórans í Vestmannaeyjum og hvort lögreglustjórakapall Áslaugar Örnu haldi áfram.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fréttir
Fyrir 2 dögum

COVID-sýktur maður handtekinn

COVID-sýktur maður handtekinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Upplýsingafulltrúi Strætó opnar sig um grímumálið: Stressandi dagar – Má bæta samskipti milli stofnana

Upplýsingafulltrúi Strætó opnar sig um grímumálið: Stressandi dagar – Má bæta samskipti milli stofnana
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Í góðu lagi að fara í sumarbústað um helgina“

„Í góðu lagi að fara í sumarbústað um helgina“
Fyrir 2 dögum

Peningana eða lífið

Peningana eða lífið