fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fréttir

Hátíðarhaldarar tapa milljörðum vegna kórónuveirunnar

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 15. júlí 2020 08:00

Frá Secret Solstice

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenskir hátíðarhaldarar tapa milljörðum króna vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Flestum hátíðum hefur verið aflýst og þær sem verða haldnar verða haldnar með breyttu sniði. Sumir sitja uppi með háan fastan kostnað. Þyngstu höggin fá þeir sem standa að stórum hátíðum á borð við Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum og Secret Solstice. Í gær var tilkynnt að Þjóðhátíðin falli niður í ár vegna fjöldatakmarkana.

Morgunblaðið skýrir frá þessu. Velta Secret Solstice og Þjóðhátíðar hleypur á mörg hundruð milljónum ár hvert. Hefur Morgunblaðið eftir Víkingi Heiðari Arnórssyni, framkvæmdastjóra Secret Soltice, að tekjutapið sé 500 til 600 milljónir.

„Þegar sú staða kom upp í vor að það þyrfti að fresta hátíðinni vorum við sem betur fer í góðri stöðu fjárhagslega og allir erlendir listamenn sem áttu að koma fram tilbúnir að skuldbinda sig til þess að koma fram á næsta ári. Þá er verið að klára viðræður við íslenska listamenn. Tap hátíðarinnar vegna veirunnar er þess vegna bara fólgið í sokknum markaðs- og launakostnaði fram að frestun.“

Er haft eftir Víkingi en um tíu þúsund manns hafa sótt tónleika Secret Solstice árlega. Hátt í tuttugu þúsund hafa lagt leið sína til Eyja á Þjóðhátíð árlega.

Fleiri hátíðum hefur einnig verið fresta. Má þar nefna Neistaflugi í Neskaupstað, Mýrarboltanum á Ísafirði og Landsmóti hestamanna á Hellu. Áætlað er að beint tekjutap Landsmóts hestamanna sé á annað hundrað milljónir króna. Hér er aðeins um beinan tekjumissi að ræða í öllum tilfellum, óbeinn tekjumissir er einnig umtalsverður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“
Fréttir
Í gær

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“