fbpx
Fimmtudagur 02.júlí 2020
Fréttir

Andrés ætlar að hjálpa fyrirtækjum að ráða starfsmenn þrátt fyrir gríðarlegt atvinnuleysi

Heimir Hannesson
Fimmtudaginn 4. júní 2020 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andrés Jónsson almannatengill og framkvæmdastjóri Góðra samskipta tilkynnti í dag á samfélagsmiðlum að ráðgjafafyrirtækið hyggðist kasta sér á ráðningamarkaðinn með opnun ráðningardeildar.

Andrés birtir tilkynningu þess efnis á Facebook síðu sinni nú í morgun: „Við höfum lengi haft áhuga á ráðningamarkaðnum og verið með annan fótinn eða eina tá í honum þegar við höfum veitt ráðgjöf í stjórnendaleit en við trúum því að rétti tíminn til að auka við þjónustu okkar á þessu sviði sé núna.“

Tækifæri í atvinnuleysinu

Capacent sem óskaði eftir gjaldþrotaskiptum í lok maí var viðamikið á ráðningarmarkaði og því viðbúið að glufa hafi opnast fyrir nýja aðila í þessum geira. En skýtur ekki skökku við að fleygja sér á ráðningamarkaðinn þegar atvinnuleysi mælist nú í tveggja stafa tölu um land allt og ný fjöldamet uppsagna slegin að því er virðist hver mánaðamót? Svo er ekki, segir Andrés og segir að fleiri fyrirtæki séu farin að læra að mikilvægt sé að standa vel að ráðningum. Þó að ráðningarþjónustan sé dýr sé það staðreynd að oft séu aðeins 50-60% ráðninga sem ganga upp og það geti verið enn dýrara að standa illa að ráðningum í lausar stöður. Í miklu atvinnuleysi sé viðbúið að ráðningarmarkaður dragist saman en á sama tíma verði e.t.v. auðveldara að finna rétt starfsfólk í stöður enda fleiri valkostir í boði í hverja ráðningu. Þar að auki séu nú tækifæri fyrir nýjan aðila á markaði með litla yfirbyggingu og jafnvel þó lítið yrði um að vera til að byrja með geti fyrirtækið þá nýtt ládeyðuna í undirbúning fyrir næstu bylgju stórra ráðninga.

Ljós í myrkri og gjörbreytt staða í ráðningum

En ástandið á atvinnumarkaði þarf ekki endilega að vera kolsvart: „Við finnum oft hæfileikaríkt fólk út á markaðnum í gegnum samfélagsmiðla, LinkedIn til dæmis. Mikil tækifæri eru í því núna að breytingarnar á þessum markaði muni skapa jafnari leikvang fyrir hæfileikaríkt fólk að fá störf við hæfi“ segir Andrés.

Miklar breytingar eru að verða á hvernig hæfni er metin í starf segir hann: „Við skiljum betur hvernig við prófum fólk, við styðjumst við raunhæf verkefni í ráðningarferlum og byggjum á miklu meiri upplýsingum en yfirferð á ferilskrám og öðrum aðsendum gögnum.“

LinkedIn er mikið notað, segir Andrés, og bendir á að þar sé hægt að skrá inn leynilega merkingu um að viðkomandi geti hugsað sér að færa sig um set á atvinnumarkaði og þá merkingu sjái aðeins þeir sem séu með ráðningaraðgang að LinkedIn. Þessi og aðrar nýjungar séu því að gjörbylta ráðningaraðferðum fyrirtækja. Vinnuveitendur séu hættir að treysta á að starfsauglýsingar skili endilega umsóknunum sem þeir vilja. Fyrirtækin leiti oftar að fólki í sínar stöður með beinni hætti.

Nóg að gera á litlum markaði

Langflest stórfyrirtæki, stofnanir og félagasamtök nýta sér nú ráðgjöf við ráðningar. Hið opinbera, sem er stærsti vinnuveitandi landsins, gerði til að mynda nýverið rammasamning um ráðgjöf við mannauðsmál og ráðningar við sex fyrirtæki, CEO Huxun, Deloitte, Intellecta, Inventus, KPMG og Strategia ehf.  Undanfarið hafa starfsauglýsingar fyrir stöður í ráðuneytum sést merktar þessum ráðgjafafyrirtækjum.

Aðspurður hvort Ísland sé ekki of lítið land til að hýsa a.m.k. 8 ráðningarráðgjafastofur, enda séu störfin sem ráðið er í fyrst og fremst æðstu stjórnendastöður, segir Andrés svo ekki vera. Að minnsta kosti sé nóg að gera hjá Góðum samskiptum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Fjögur kórónaveirusmit greind

Fjögur kórónaveirusmit greind
Fréttir
Í gær

„Sé ekki mun á því að vera fullur á bar klukkan ellefu eða klukkan tólf“

„Sé ekki mun á því að vera fullur á bar klukkan ellefu eða klukkan tólf“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Washingtonborg stefnir að því að verða 51. ríki Bandaríkjanna, ef Trump leyfir.

Washingtonborg stefnir að því að verða 51. ríki Bandaríkjanna, ef Trump leyfir.
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofnun hlutafélags um Borgarlínu samþykkt á Alþingi – „Loksins, loksins, loksins“

Stofnun hlutafélags um Borgarlínu samþykkt á Alþingi – „Loksins, loksins, loksins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hugsanlegt að þessi hraða aflétting komi í bakið á okkur – óboðlegt að ásaka einstaklinga

Hugsanlegt að þessi hraða aflétting komi í bakið á okkur – óboðlegt að ásaka einstaklinga
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kári rekur smitsögu síðustu daga – Veiruprófun nær yfir 70% smitaðra

Kári rekur smitsögu síðustu daga – Veiruprófun nær yfir 70% smitaðra