fbpx
Fimmtudagur 20.janúar 2022
Fréttir

Washingtonborg stefnir að því að verða 51. ríki Bandaríkjanna, ef Trump leyfir.

Heimir Hannesson
Mánudaginn 29. júní 2020 23:00

Slagorð D.C. búa, Taxation without representation hefur sögulegt gildi. mynd/washingtonmonthly

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Demókratar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafa lagt í herferð til þess að gera Washington D.C. að 51. ríki Bandaríkjanna. Frumvarp þess efnis var samþykkt í neðri deild, en engar líkur eru taldar á að það muni ná í gegnum efri deild þingsins. Samþykki beggja deilda og undirritun forseta þarf til þess að frumvarpið verði að lögum.

Borgin tilheyrir í dag engu ríki, en er þess í stað svæði undir stjórn alríkisins (District of Columbia, D.C.) af sögulegum ástæðum. Þegar Bandaríkin voru stofnuð voru ríkin 13 og skiptust greinilega í norður og suðurríki eftir afstöðu ríkjanna til þrælahalds. Hélst sú skipting alveg fram að þrælastríði, sem norðurríkin sigruðu. Var þá þrælahald loks aflagt í Bandaríkjunum með samþykki 13. viðauka stjórnarskrárinnar. Höfundar bandarísku stjórnarskrárinnar færðu fyrir því rök að hafa höfuðborgina, sem fram að því hafði færst á milli borga innan sambandsins eftir því hvar þingið hittist, á hlutlausu svæði, mitt á milli norðursins og suðursins. Úr varð að reisa nýja borg á landamærum Maryland og Virginíu. Uppúr fenjum Potomac árinnar reis Washingtonborg eins og við þekkjum hana í dag.

Varðhundar valdajafnvægis

Í gegnum árin bættust svo smám saman ríki við ríkjasambandið en jafnvægis var gætt í því hvaða ríkjum var hleypt inn. Fyrir hvert ríki sem leyfði þrælahald, kom eitt sem gerði það ekki. Hvert ríki á visst marga fulltrúa í neðri deild Bandaríkjaþings og fer sá fjöldi eftir íbúafjölda, en öll ríki eiga tvo fulltrúa í efri deild og varaforseti Bandaríkjanna er þar oddaatkvæði skyldi atkvæðagreiðsla falla jöfn. Því var þess gætt að raska hvorki valdajafnvægi í efri eða neðri deildum með inntöku nýrra ríkja. Þannig hélst þetta svo gott sem til dagsins í dag, en síðustu ríkin sem urðu að ríkjum í Bandaríkjunum voru Alaska og Hawaii árið 1959, en þá höfðu liðið tæp hálf öld frá því ríkjunum hafði síðast fjölgað.

Í dag styðja Demókratar við kröfu Washingtonborgarbúa um að D.C. verði að ríki, en Repúblikanir harðlega á móti henni. Sagði Trump Bandaríkjaforseti t.a.m. að slíkt kæmi ekki til greina á meðan hann sæti í Hvíta húsinu, hann myndi beita neitunarvaldi sínu kæmi til þess. Mjög ólíklegt er þó að til þess kæmi, enda Repúblikanir með meirihluta í öldungardeildinni. Erfitt er að sjá annað en að andstaða Repúblikana stafi eingöngu af því að borgarbúa D.C. styðja Demókrata með yfirgnæfandi meirihluta. Að gefa þeim tvo fulltrúa í efri deildinni myndi því raska valdajafnvæginu og ógna taki Repúblikana á öldungadeildinni til frambúðar.

Engir fulltrúar – en skattlagðir til fulls

Washingtonborg og íbúar hennar eiga því hvorki fulltrúa í efri né neðri deildinni, en borga samt sem áður skatta, leggja til mannskap í sameiginlegar varnir Bandaríkjanna og eru Bandaríkjamenn – bandarískari en flestir myndu sumir segja.

Slagorð borgarinnar er á móðurmálinu, No taxation without representation. Enginn skattlagning án atkvæðavægis, gæti það verið á íslensku. Það drýpur auðvitað af kaldhæðni, enda var þetta sama slagorð óformlegt slagorð bandarískra byltingarmanna sem börðust gegn yfirráðum Breta í frelsisstríði Bandaríkjanna á 18. öld.

Vegna andstöðu Repúblikana og að þeir skuli halda efri deild þingsins og forsetaembættinu, er óhætt að segja að skyndileg leiftursókn Demókrata í þessa átt er fátt annað en pólítískur leikur. Síðast var kosið um þennan sama hlut árið 1993 og varð niðurstaðan þá að engu skyldi breyta.

Kæmi til þess að Washington D.C. öðlaðist stöðu ríkis, yrði nafninu ekki breytt heldur aðeins meiningu D.C. Yrði það Douglass Commonwealth, eftir Frederick Douglass, baráttumanni gegn þrælahaldi.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hörð orðaskipti Bubba og Þórarins – „Þú ert tapsár með eindæmum“ – „Vilt þú ekki halda þig við það sem þú kannt besservisser“

Hörð orðaskipti Bubba og Þórarins – „Þú ert tapsár með eindæmum“ – „Vilt þú ekki halda þig við það sem þú kannt besservisser“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Svar hlýtur silfurvottun frá Microsoft

Svar hlýtur silfurvottun frá Microsoft
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Starfsfólk SÁÁ sendir frá sér harðorða yfirlýsingu – Mótmæla ásökununum harkalega

Starfsfólk SÁÁ sendir frá sér harðorða yfirlýsingu – Mótmæla ásökununum harkalega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tæpur þriðjungur leikskólabarna og 21% grunnskólabarna í Reykjavík fjarverandi í gær

Tæpur þriðjungur leikskólabarna og 21% grunnskólabarna í Reykjavík fjarverandi í gær