fbpx
Mánudagur 06.júlí 2020
Fréttir

Frambjóðandi til formanns SÁÁ: Ég var bara týndur krakki

Erla Hlynsdóttir
Föstudaginn 26. júní 2020 07:00

Einar Hermannsson býður sig fram til formanns SÁÁ. Aðalfundur samtakanna er þriðjudaginn 30. júní. Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Hermannsson býður sig fram til formanns SÁÁ á móti Þórarni Tyrfingssyni. Einar byrjaði í neyslu aðeins 11 ára gamall en fór ekki í meðferð fyrir en hann var orðinn 27 ára og hefur verið edrú síðan. Hann hefur áratuga stjórnunarreynslu, ástríðu fyrir félagsmálum og leggur áherslu á samstarf. Einar er í forsíðuviðtali í nýjasta helgarblaði DV. 

„Í október á þessu ári hef ég verið edrú í 25 ár. Ég var 27 ára gamall þegar ég fór í meðferð á Vog og hef verið edrú síðan,“ segir Einar.  „Ég fór þó á minn fyrsta AA-fund 17 ára gamall. Þá hafði ég vitað í minnst tvö ár að ég ætti við vandamál að stríða. Það var ekki eðlilegt hvernig ég hagaði mér drukkinn og ekki heldur hvernig ég hagaði mér ódrukkinn út af afleiðingum þess hvernig ég lét undir áhrifum. Það tók mig tíu ár til viðbótar þar til ég áttaði mig á að ég gæti ekki ráðið við þetta í eigin mætti. Það er mikill alkóhólismi í fjölskyldunni. Við erum fjögur systkinin, og svo mamma og pabbi. Fimm af okkur sex hafa nýtt sér þjónustu SÁÁ.“

Einar byrjaði ungur að nota vímuefni. „Ég byrjaði rosalega snemma, ellefu ára gamall. Ég var bara týndur krakki í lífinu. Ég byrjaði á því að sniffa. Ég sniffaði þynninn sem var notaður í leiðréttingarborða á ritvélum. Ég notaði þetta mjög mikið, fór oft að sniffa í frímínútum í skólanum. Ég byrjaði síðan í hassneyslu og áfengi. Ég flutti einn heim frá Lúxemborg þegar ég var að verða sextán ára gamall. Í rauninni var ég sendur heim og þótti með góða fjarveru. Ég átti að búa hjá bróður pabba og ætlaði að taka mig á en hann var fljótur að henda mér út því það var ekki hægt að umgangast mig á þessum tíma.“

Viðtalið í heild sinni má lesa í helgarblaði DV.

Fær grófar morðhótanir frá nethrelli

Dísa Dungal stendur ráðalaus gagnvart ókunnugum einstaklingi sem hefur ítrekað búið til gerviaðgang á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem hann notast við nafn og myndir af Dísu. Undir nafni hennar hefur hann síðan birt viðurstyggilegar hótanir og gróf ummæli. Á Íslandi eru engin lög eða ákvæði sem varða auðkennisþjófnað og því er réttindastaða brotaþola afar veik.

Þá byrjar einhver atburðarás sem líkist martröð

Frosti Friðriksson var aðeins tveggja og hálfrar viku gamall þegar hann gekkst undir opna hjartaaðgerð í Svíþjóð, þann 16. júní síðastliðinn. Síðustu vikur hafa verið mjög erfiðar en foreldrarnir sjá loksins ljós fyrir enda ganganna.

Hinar raunverulegu íslensku húsfreyjur

Nýlega komu nokkrar þáttaraðir af vinsælu raunveruleikaþáttunum The Real Housewives á streymisveituna Netflix. Það er því vert að spyrja: Ef þættirnir kæmu til Íslands, hverjar yrðu stjörnurnar? Við birtum hugmynd að íslenskri útgáfu af þáttunum þar sem valin kona er í hverju hlutverki.

Þetta og margt fleira í nýjasta helgarblaði DV. Fastir liðir eru á sínum stað, svo sem Tímavélin, Sakamál, krossgátan, Una í eldhúsinu, fjölskylduhornið og Á ferð um landið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Drap kanínu sex ára drengs fyrir framan hann í Kópavogi

Drap kanínu sex ára drengs fyrir framan hann í Kópavogi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður á sjötugsaldri í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna brunans

Maður á sjötugsaldri í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna brunans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Erlent verkafólk þurfti að tjalda í stofunni – ein fékk inni hjá Stígamótum

Erlent verkafólk þurfti að tjalda í stofunni – ein fékk inni hjá Stígamótum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ógeðslegt einelti fyrir norðan – Fjölskyldan skilar skömminni til gerandans

Ógeðslegt einelti fyrir norðan – Fjölskyldan skilar skömminni til gerandans
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ofsaakstur á fjórhjólum og vespum í Kópavogi – „Það gæti orðið banaslys“

Ofsaakstur á fjórhjólum og vespum í Kópavogi – „Það gæti orðið banaslys“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Deildi myndbandi af utanvegaakstri og gefur lítið fyrir gagnrýni – „Hættu að vera Karen“

Deildi myndbandi af utanvegaakstri og gefur lítið fyrir gagnrýni – „Hættu að vera Karen“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gleðifréttir af Bíó Paradís

Gleðifréttir af Bíó Paradís
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslensk stúlka sem aldrei hefur neytt vímuefna grunuð um fíkniefnamisferli og boðuð í yfirheyrslu

Íslensk stúlka sem aldrei hefur neytt vímuefna grunuð um fíkniefnamisferli og boðuð í yfirheyrslu