fbpx
Mánudagur 06.júlí 2020
Fréttir

Sprengihætta og hús í nágrenni rýmd – Fólk beðið að loka gluggum

Tobba Marinósdóttir
Fimmtudaginn 25. júní 2020 16:20

Eldurinn virðist hafa blossað aftur upp. Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil viðbúnaður er vegna alelda húss á horni Vesturgötu og Bræðraborgarstígs. Þrír íbúar kjallaraíbúðarinnar voru handteknir í húsinu við aðgerðir lögreglu og hafa fjórir verið fluttir á spítala. Allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur verið kallað út auk lögreglu og sérsveitar. Slökkviliðið er enn að reyna að ráða niðurlögum eldsins.

Verið er að vökva nærliggjandi timburhús til að forða því frá eldi. Búið er að rýma timburhúsið.

Lögreglan hefur lýst því yfir á staðnum að sprengjuhætta sé í húsinu og biður fólk að vera ekki of nálægt húsinu. Einnig er mælst til þess að fólk loki gluggum til að forðast reyk.

Uppfært kl. 16:33

Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri, er mættur á svæðið. Í samtali við blaðamann DV segir hann að þeir handteknu hafi verið teknir höndum því þeir fóru inn í brennandi húsið til að bjarga verðmætum.

„Þeir voru handteknir til að ná stjórn á vettvangi. Við urðum að grípa til þessa öryggisráðstafana,“ segir hann.

Hann segir að fólki hafi verið bjargað út um glugga með stiga og einhverjir hafi komist út sjálfir. Honum er ekki kunnugt um líðan þeirra sem eru á sjúkrahúsi.

Milligólf eru að gefa sig, auk stiga upp á ris.  Að sögn Jóns Viðars er því verkefnið nú að slökkva eldinn utan frá. Ekki er vitað um eldsupptök.

Mynd: Anton Brink
Mynd: Anton Brink
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Banaslysið á Kjalarnesi – Ótækt að Vegagerðin rannsaki sjálfa sig

Banaslysið á Kjalarnesi – Ótækt að Vegagerðin rannsaki sjálfa sig
Fréttir
Í gær

Lögregla í átökum við mann vopnaðan hnífi

Lögregla í átökum við mann vopnaðan hnífi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Engar breytingar á samkomubanni næstu þrjár vikurnar

Engar breytingar á samkomubanni næstu þrjár vikurnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórólfur herðir reglur- Íslendingar þurfa að fara í sóttkví við komuna til landsins

Þórólfur herðir reglur- Íslendingar þurfa að fara í sóttkví við komuna til landsins
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Nýr sjóður vegna pakkaferða tekur fljótlega til starfa – Tryggja þarf að peningarnir fara ekki í annað en þeim er ætlað

Nýr sjóður vegna pakkaferða tekur fljótlega til starfa – Tryggja þarf að peningarnir fara ekki í annað en þeim er ætlað
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglan lýsir eftir Maríu Ósk

Lögreglan lýsir eftir Maríu Ósk
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eins árs barn greint með Covid-19 í gær

Eins árs barn greint með Covid-19 í gær
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þröstur dæmdur í fangelsi fyrir hrottafulla nauðgun

Þröstur dæmdur í fangelsi fyrir hrottafulla nauðgun