fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Fréttir

Jóhannes gagnrýnir ummæli um ferðaþjónustuna – „I told you so“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 2. júní 2020 11:15

Jóhannes Þór Skúlason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta „I told you so“ er óskaplega taktlaust innlegg í fordæmalausa erfiðleika eigenda ferðaþjónustufyrirtækja og þúsunda starfsfólks í greininni sem nú stendur uppi atvinnulaust,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Hann gagnrýnir þann tón í umræðunni um ferðaþjónustunnar, þar sem látið er að því liggja að öll egg hafi verið látin í sömu körfuna og forða verði því að slíkt endurtaki sig.

Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, segir í grein í Vísbendingu sem Kjarninn dregur fram, að Covid-kreppan hafi afhjúpað veikleika í hagkerfi okkar og atvinnulífi:

„COVID-19 kreppan hefur komið illa við vinnu­mark­að­inn með því að þurrka út þús­undir starfa í ferða­þjón­ustu. En hún hefur einnig afhjúpað veik­leika sem voru fyrir hendi áður og fel­ast í því að lág­launa­grein í hálauna­landi búi til störf fyrir inn­flytj­endur á meðan margir Íslend­ingar flytja búferlum til ann­arra landa og aðrir fá ekki störf við sitt hæfi innan lands.“

Ennfremur segir á Kjarnanum: „Í grein­inni bendir Gylfi á að mik­ill vöxtur ferða­þjón­ustu síð­ustu árin hafi fært þjóð­ar­bú­inu miklar gjald­eyr­is­tekjur sem unnt var að nota til þess að byggja upp gjald­eyr­is­forða, greiða niður erlendar skuldir og fjár­festa erlend­is. En að öðru leyti hafi þessi mikli vöxtur ekki góður að öllu leyt­i.“

Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, grípur þetta á lofti og skrifar FB-færslu sem Jóhannesi mislíkar mjög og álítur vera furðulega eftiráspeki, enda gat enginn séð kórónuveirufaraldurinn fyrir:

„Við verðum að taka aðra stefnu þegar við vörðum leiðina upp úr COVID ástandinu. Renna fleiri stoðum undir atvinnulífið. Efla nýsköpun á öllum sviðum, tækniþróun og skapandi greinar.

Ég hef frá því að vöxtur ferðaþjónustunnar hófst, gagnrýnt að ferðaþjónustunni hafi verið færðir sérstakir skattastyrkir sem hvati til vaxtar. Úr varð ósjálfbær vöxtur. Ég veit að núna er ekki rétti tíminn í hræðilegu atvinnuleysi og gjaldþrotum ferðaþjónustufyrirtækja, að segja ,,sagði ég ekki“. En það er samt næstum komið fram á varirnar.“

Segir að ferðaþjónustan sé engin offjárfestingarbóla

Jóhannes hafnar því stöðumati að ferðaþjónustan sé horfin og Íslendingar verði að byggja upp annan atvinnuveg til að framfleyta sér. Hann segir að ferðaþjónustan sé engin offjárfestingarbóla heldur einmitt sú fjölbreytni í íslensku atvinnulífi sem kallað var eftir áratugum saman:

„Lærdómurinn af þessari sögu er einfaldur. Ferðaþjónustan er engin offjárfestingabóla. Ferðaþjónustan er fjölbreytnin í atvinnulífinu sem við biðum eftir áratugum saman, kvik grein sem hefur alla burði til að vera ein af stóru aflvélum efnahagskerfisins til framtíðar. Hún er þess vegna besta leiðin til að keyra íslenskt efnahagslíf í gang að nýju þegar þessari kórónakreppu lýkur og þar með besti möguleikinn sem við eigum til að verja með kjafti og klóm þær ótrúlegu lífskjarabætur sem við höfum byggt upp undanfarin 10 ár – einmitt á grundvelli ferðaþjónustunnar.“

Jóhannes segir að fjölbreytt atvinnulíf sé nauðsynlegt og ferðaþjónustan sé þar mikilvægur hlekkur:

„Við viljum fjölbreytt atvinnulíf. Við viljum sterkan alþjóðageira, meiri nýsköpun, öflugan iðnað, stærri hátæknigeira, framsækinn sjávarútveg, hágæða þjónustugreinar o.s.frv. Það er afar mikilvægt að þetta vinni allt saman í fjölbreyttu atvinnulífi. Allt styður þetta hvert annað og ferðaþjónustan er á síðasta áratug orðin einn mikilvægasti hlekkurinn í því samspili sem byggir undir lífskjör og velferð á Íslandi. Það væri glapræði að taka ekki ákvarðanir núna sem tryggja að hún verði það áfram. Það mun nefnilega ekkert „eitthvað annað“ koma skyndilega í staðinn fyrir hana núna. Við biðum í áratugi, þið munið?“

Smellið á pistil Jóhannesar hér fyrir neðan

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þuríður vill að ökunemar sem taka próf á sjálfskiptan bíl fái líka réttindi á beinskiptan

Þuríður vill að ökunemar sem taka próf á sjálfskiptan bíl fái líka réttindi á beinskiptan
Fréttir
Í gær

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Catalina hafði ekki erindi sem erfiði – Taldi Happdrætti Háskólans snuða sig

Catalina hafði ekki erindi sem erfiði – Taldi Happdrætti Háskólans snuða sig
Fréttir
Fyrir 2 dögum

19 ára sjálfboðaliði kom miður sín heim eftir sölu á Neyðarkallinum: „Hver eru skilaboðin frá þessu aumkunarverða fólki til næstu kynslóðar?“

19 ára sjálfboðaliði kom miður sín heim eftir sölu á Neyðarkallinum: „Hver eru skilaboðin frá þessu aumkunarverða fólki til næstu kynslóðar?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ákærður fyrir ofbeldi gegn starfsfólki félagsþjónustunnar á Dalvík – Frelsissvipti starfsmann

Ákærður fyrir ofbeldi gegn starfsfólki félagsþjónustunnar á Dalvík – Frelsissvipti starfsmann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Innflytjendur mótmæla niðurskurði til íslenskukennslu – „Hvernig ætlum við að gera þetta“

Innflytjendur mótmæla niðurskurði til íslenskukennslu – „Hvernig ætlum við að gera þetta“