fbpx
Þriðjudagur 14.júlí 2020
Fréttir

Ofbeldismaður á reynslulausn í gæsluvarðhaldi vegna alvarlegs heimilisofbeldis

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 1. júní 2020 19:18

Héraðsdómur Reykjavíkur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður um tvítugt hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um alvarlegt heimilisofbeldi. Frá þessu var greint í fréttatíma Stöðvar. Maðurinn var sakfelldur í mars fyrir hótanir í garð barnsmóður og grófa líkamsárás á fyrrverandi kærustu. Brotið átti sér stað um helgina.

Samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 mun gæsluvarðhald vera veitt á grundvelli almannahagsmuna. En í því felst að þá mun liggja sterkur grunur um að maðurinn hafi framið afbrotið því strangar sönnunarkröfur eru gerðar til að gæsluvarðhald sé veitt á þessum grunni. Eins þarf brotið að varða að lögum tíu ára fangelsi eða meira. Því er gæsluvarðhald á þessum grunni oft aðeins veitt þegar um alvarlegustu brot á almennum hegningarlögum er að ræða, svo sem manndráp, nauðgun og meiriháttar líkamsmeiðingar.

Alblóðugur í framan

Í dóminum sem féll 12. mars síðast liðinn kemur fram að maðurinn hafi veist með ofbeldi að fyrrverandi kærustu sinni, sem var 17 ára að aldri, veitt henni ítrekuð högg og spörk sem sérstaklega beindust að höfði hennar. Tók hann hana einnig hálstaki og setti hana þannig í lífshættu. Stúlkan hlaut augntóftargólfsbrot báðum megin, nefbeinsbrot, opið sár á höfði, mar og marga yfirborðsáverka á höfuð, mar á háls, yfirborðssár í hársvörð auk fleiri áverka. Maðurinn játaði það brot, enda höfðu sjónarvottar komið að honum standandi yfir stúlkunni þar sem maðurinn var alblóðugur í framan á Geirsgötu í Reykjavík.

Einnig var hann sakfelldur fyrir hótanir í garð barnsmóður sinnar þar sem hann meðal annars sendi hennar eftirfarandi skilaboð á snapchat:

„Ég tek þig og lem þig í klessu og nauðga þér þegar ég kem“

Reyndi maðurinn af afsaka hótanirnar með því að hann hefði verið undir áhrifum áfengis og barnsmóðir hans hefði mátt vita það, en sú afsökun var ekki tekin gild.

Athyglisvert við dóminn er að maðurinn var einnig sakfelldur fyrir líkamsárás er hann kýldi fyrrverandi kærustu sína í andlitið þegar þau ferðuðust saman í bifreið, en dómari taldi það til refsilækkunar að það ofbeldi hefði átt sér stað eftir að brotaþoli ögraði honum með orðum í rifrildi.

Ekki heimilisofbeldi

Dómurinn er afar ítarlegur og langur. Telur 24 blaðsíður þar sem atvik eru rækilega reifuð og niðurstöður dómara ítarlega rökstuddar. Meðal annars hafnað dómari að heimfæra brotin undir heimilisofbeldi þar sem brotaþolar hefðu búið heima hjá foreldrum (enda börn) og sambúð við ákærða verið slitrótt. Engu að síður höfðu maðurinn og fyrrverandi kærasta hans verið sundur og saman um árabil og hann átt barn með hinum brotaþola.

Var honum gert að sæta 12 mánuðum í fangelsi en frá því var dregið gæsluvarðhald sem hann hafði mátt sæta á meðan á rannsókn málsins stóð.

Hann var því laus á reynslulausn nú þar til hann var hnepptur í gæsluvarðhaldið í dag, grunaður um alvarlegt heimilisofbeldi.

Maðurinn er fæddur 1999 og áður en ofangreindur dómur hafði fallið hafði honum verið gerð refsing fyrir umferðarlagabrot auk þess að honum hafði verið gert að þola nálgunarbanni gegn fyrrverandi kærustu sinni.

Í niðurstöðukafla dómsins segir meðal annars:

„Þá er sú árás sem ákærði hefur verið sakfelldur fyrir samkvæmt 1. ákærulið einstaklega gróf og ber vott um algjört skeytingarleysi gagnvart lífi stúlkunnar. Til refsimildunar er litið til ungs aldurs ákærða, […], en hann var um tvítugt þegar hann framdi þau brot sem hann hefur nú verið sakfelldur fyrir og játningar hans hvað varðar 1. ákærulið. Hvað varðar 2. ákærulið er einnig litið til þess ákærða til refsimildunar að brotið framdi hann eftir að brotaþoli ögraði honum með orðum í rifrildi þeirra á milli, sbr. 7. tölulið framangreinds ákvæðis. Fyrir liggur að ákærði var verulega ölvaður þegar þau atvik gerðust sem lýst er í 1. ákærulið. Þá er ekkert fram komið um að brotaþoli hafi valdið því að ákærði hafi þá verið í ójafnvægi né heldur hefur verið sýnt fram á að svo hafi verið.“

Hér má lesa dóminn í heild sinni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Bjarni er áhyggjufullur vegna spennistöðvar sem er að rísa beint fyrir utan svefnherbergisgluggann hans

Bjarni er áhyggjufullur vegna spennistöðvar sem er að rísa beint fyrir utan svefnherbergisgluggann hans
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Mikil ólga Í Grindavík vegna birtingar ofbeldismyndbands

Mikil ólga Í Grindavík vegna birtingar ofbeldismyndbands
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brooklyn Beckham trúlofaður: „Ég bað sálufélaga minn um að giftast mér og hún sagði já!“

Brooklyn Beckham trúlofaður: „Ég bað sálufélaga minn um að giftast mér og hún sagði já!“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Andrés Indriðason er látinn

Andrés Indriðason er látinn