fbpx
Mánudagur 06.júlí 2020
Fréttir

Húsaskiptabeiðnum rignir yfir Íslendinga – „yfirvöld vilja að ég komi til Íslands“

Tobba Marinósdóttir
Mánudaginn 1. júní 2020 12:00

Litla hafmeyjan er eitt af helstu aðalsmerkjum Kaupmannahafnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Húsaskipti hafa lengi verið vinsæl í gegnum síður á borð við Homeexchange.com og Lovehomeswap.com. Í kjölfar Coronaveiru-faraldursins hrúguðust inn afbókanir og urðu sumarfrísáætlanir margra að engu.

Eftir að opinbert var að Ísland yrðið opnað fyrir ferðamenn 15. júní hefur rofað heldur til hjá mörgum sem hyggja á ferðir erlendis þó enn mælist íslensk yfirvöld til þess að fólk ferðist innanlands í sumar.

Á föstudaginn gaf utanríkisráðuneyti Danmerkur út ný viðmið til dana sem hyggja á ferðalög út fyrir Danmörku en þar í landi verður einnig opnað á flug að hluta til 15. Júní. Löndin sem Danmörk hefur lækkað hættustigið úr appelsínugulu í gult eru Ísland, Þýskaland og Noregur. Þetta þíðir að danir geta ferðast til þessarra landa þó enn sé mælst til þess að fólk fari varlega, lágmarki snertingu og sýni ýtrasta hreinlæti.

Yfirvöld í Danmörku mæla gegn ferðalögum til annarra landa í heiminum til 31. Ágúst.

 

Viltu skipta ?

Kona sem hefur um nokkra hríð verið skráð í húsaskipti á síðunni Home Exchange segir beiðnum hafa rignt yfir sig frá Danmörku um helgina. Þetta séu beiðnir frá fólki sem búi fyrir utan Kaupmannahöfn enda sé ferðamönnum ekki heimilt að dvelja í Kaupmannahöfn sökum virkra smita þar. „Þess utan eru að berast húsaskiptabeiðnir frá Belgíu, Frakklandi og Spáni. Fólk er að biðja um að koma í júlí og ágúst,“ segir konan sem vill ekki láta nafns síns getið.

„Ég er alveg hissa á hvað fólk er ferðaglatt. Ég gæti í raun valið úr ótrúlegu lúxsus húsnæði sem almennt væri ekki í boði sökum þess að ég er sjálf ekki að bjóða mjög stóra eign til skipta.“

Hún segir að fólk vísi gjarnan í þær upplýsingar að Ísland sé talið með öruggari svæðum til að ferðast til. „Í einum póstinum frá danskri fjölskyldu sagði fjölskyldufaðirinn að Ísland væri á ferðalista frá Utanríkisráðuneytinu svo þau yrðu að finan sér húsnæði þar. Hann hreinlega sagði „yfirvöld vilja að ég komi til Íslands“. Aðrir hafa vísað í að húsnæði sem þau voru búin að bóka hafi verið afbókað sökum faraldursins.“

Fjöldi erlendra fjölmiðla hafa fjallað um vænleika þess að ferðast til Ísands í sumar í ljósi þess hve vel hefur tekist við að ná tökum á Covid19 hérlendis.

 

Innanlandsbeiðnir rjúka upp 

Snæfríður Ingadóttir höfundur bókarinnar Íbúðaskipti, minni kostnaður, meiri upplifun, segist sjálf aðalega hafa orðið var við fjölda fyrirspurna um íbúðaskipti innanlands í tengslum við Covid-ástandið en hún er búsett á Akureyri.

„Ég hef aldrei orðið var við eins mikinn áhuga á skiptum innanlands og nú þó eitthvað sé spurt út í skipti á Spáni með haustinu. Við ætlum til dæmis að skipta við fólk á Stykkishólmi í sumar. Við höfum margoft skipt innanlands og það er frábær möguleiki sem fólk ætti að skoða. Hvort sem það eru sumarhúsaskipti eða íbúðaskipti,“ segir Snæfríður sem segir húsaskiptinn enn á ný sanna sig sem ferðastíl.

„Þegar Covid byrjaði í mars var fólk í okkar húsi hérna á Íslandi og við á Spáni. Þetta fólk hafði komið með Norrænu og varð að skilja sinn bíl eftir í Reykjavík og fljúga þaðan.“

Snæfríður og fjölskylda fóru einnig fyrr heim en áætlað var sökum ástandsins. „Við vorum líka búin að ákveða tvenn skipti í júní sem hvort tveggja voru afbókuð vegna þess að flugin voru felld niður,“ segir Snæfríður en hún segir það ekki koma að sök þar sem innanlandsskiptin séu líflega og boði spennandi ferðasumar.

Snæfríður og fjölskylda í sínum síðustu íbúðarskiptum á Spáni í mars 2020.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Drap kanínu sex ára drengs fyrir framan hann í Kópavogi

Drap kanínu sex ára drengs fyrir framan hann í Kópavogi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður á sjötugsaldri í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna brunans

Maður á sjötugsaldri í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna brunans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Erlent verkafólk þurfti að tjalda í stofunni – ein fékk inni hjá Stígamótum

Erlent verkafólk þurfti að tjalda í stofunni – ein fékk inni hjá Stígamótum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ógeðslegt einelti fyrir norðan – Fjölskyldan skilar skömminni til gerandans

Ógeðslegt einelti fyrir norðan – Fjölskyldan skilar skömminni til gerandans
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ofsaakstur á fjórhjólum og vespum í Kópavogi – „Það gæti orðið banaslys“

Ofsaakstur á fjórhjólum og vespum í Kópavogi – „Það gæti orðið banaslys“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Deildi myndbandi af utanvegaakstri og gefur lítið fyrir gagnrýni – „Hættu að vera Karen“

Deildi myndbandi af utanvegaakstri og gefur lítið fyrir gagnrýni – „Hættu að vera Karen“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gleðifréttir af Bíó Paradís

Gleðifréttir af Bíó Paradís
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslensk stúlka sem aldrei hefur neytt vímuefna grunuð um fíkniefnamisferli og boðuð í yfirheyrslu

Íslensk stúlka sem aldrei hefur neytt vímuefna grunuð um fíkniefnamisferli og boðuð í yfirheyrslu