fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Alvarlegt brot RÚV á lögum – Þættir um ofbeldi, kynlíf og eiturlyf aðgengilegir börnum

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 1. júní 2020 17:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlanefnd sektaði Ríkisútvarpið ohf. (RÚV) um 1,2 miljónir króna vegna þáttaraðarinnar Exit sem var gerð aðgengileg börnum í spilara RÚV. Í þessu fólst að mati nefndarinnar alvarlegt brot gegn ákvæði laga um fjölmiðla þar sem segir að þegar efni sem ekki er við hæfi barna er miðlað skuli tryggja að börn hafi ekki aðgang að því.

Grófir og hrottalegir þættir aðgengilegir börnum

Fjölmiðlanefnd barst kvörtun í pósti 2. febrúar, í kjölfar þess að RÚV gerði norsku þáttaröðina Exit, sem bönnuð er börnum yngri en 16 ára, aðgengilega öllum í spilara RÚV án möguleika á aðgangsstýringu.

Kvörtun var fylgt eftir með pósti degi síðar þar sem bent var á kynningarefni RÚV með þáttunum á Facebook síðu þeirra þar sem umfjöllun um þættina á ruv.is var deilt. Í þeirri umfjöllun sagði meðal annars að fjöldi kvartana hefði borist ríkissjónvarpinu í Noregi vegna þáttanna. Kvartandi taldi því víst að RÚV hefði vel verið ljóst „hversu grófir og hrottalegir þættirnir eru en lætur sér í léttu rúmi liggja að þeir séu aðgengilegir í opnum spilara þvert á reglur“

Lýsing þáttanna í spilara RÚV var eftirfarandi:

„Norsk þáttaröð um fjóra vini sem allir eru auðugir, fagna velgengni í starfi og eiga fjölskyldur. Þeim leiðist þó og leita útgönguleiða úr daglegu lífi sínu, meðal annars með ofbeldi, eiturlyfjum og kynlífi. Þættirnir eru byggðir á sönnum frásögnum úr norskum fjármálaheimi. Aðalhlutverk: Simon J. Berger, Agnes KittelsenPål Sverre HagenTobias Santelmann og Jon Øigarden. Þættirnir eru alls ekki við hæfi barna.“

Bráðabirgðaútfærsla ekki nægileg

Í kjölfar kvörtunarinnar hafði fjölmiðlanefnd samband við RÚV sem kvaðst vera að vinna að uppfærslu í spilara. En bráðabirgða útfærsla hefði verið virkjuð þar sem gluggi kæmi upp þegar um bannað efni væri að ræða sem óskað eftir því að áhorfandi staðfesti að hann hefið náð tilskyldum aldri. Þetta taldi fjölmiðlanefnd ekki nægjanlega lausn. RÚV var veittur ákveðinn festur, en náði ekki úrbótum innan þess frests.

Úrbætur höfðu ekki átt sér stað í lok apríl og vísaði RÚV til tafa vegna verkfalla, orlofi og fjarveru starfsmanna og faraldurs COVID-19. Einnig hefðu komið upp tæknileg vandamál. Væntanlegar aðgangsstýringar yrðu þó vonandi komnar í gagnið fyrir lok júní.

Fjölmiðlanefnd benti á að leiðbeiningarreglur um miðlun efnis hefðu verið birtar 2015 en engu að síður hefði Exit verið gert aðgengilegt öllum án tillits til þeirra reglna þar sem ekki væri boðið upp á aðgangsstýringu, ennfremur væri kveðið á um þessa skyldu í lögum.

Þrátt fyrir leiðbeiningar, lagaskyldu og fyrirspurnir og ábendingar fjölmiðlanefndar hefði RÚV ekki gripið til viðeigandi tæknilegra ráðstafana.  Því væri um brot að ræða, brotið væri alvarlegt og því við hæfi að beita viðurlögum.

Eins fór fjölmiðlanefnd fram á að Exit yrði fjarlægð af spilara RÚV á vefnum fyrir 5. júní næst komandi. Ef ekki verður orðið við því áskilur nefndin sér rétt á að beita dagsektum.

Hér má lesa ákvörðun Fjölmiðlanefndar í heild sinni

Mynd úr þáttunum. En í þeim er mikið um eiturefni og annað sem ekki er við hæfi barna.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Í gær

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“
Fréttir
Í gær

Lamaðist fyrir neðan háls í alvarlegu slysi fyrir sjö árum en komst engu að síður á topp Hvannadalshnjúks

Lamaðist fyrir neðan háls í alvarlegu slysi fyrir sjö árum en komst engu að síður á topp Hvannadalshnjúks
Fréttir
Í gær

Gamlir geisladiskar nýttir í tölvuframleiðslu

Gamlir geisladiskar nýttir í tölvuframleiðslu
Fréttir
Í gær

Paul Watson undirbýr Operation ICESTORM – „Tíminn er liðinn hjá heimsins alræmdasta hvalveiðimanni, Kristjáni Loftssyni“

Paul Watson undirbýr Operation ICESTORM – „Tíminn er liðinn hjá heimsins alræmdasta hvalveiðimanni, Kristjáni Loftssyni“
Fréttir
Í gær

Fékk skilorð fyrir ofsafengna sveðjuárás

Fékk skilorð fyrir ofsafengna sveðjuárás