fbpx
Mánudagur 25.maí 2020
Fréttir

Telur maðk í mysunni í útboði Íslandsstofu á kynningarátaki

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 18. maí 2020 13:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Hauksson, almannatengill, telur annarlegar hvatir hafa legið að baki útboði Íslandsstofu á kynningarátaki íslensku ferðaþjónustunnar, en eins og flestir vita þá var það breska auglýsingastofan M&C Saatchi sem var valin til verksins.

Ákvörðunin hefur verið nokkuð gagnrýnd. Sér í lagi þar sem ástandið í íslensku efnahagslífi er slæmt um þessar mundir og því sveið mörgum að sjá erlendan aðila fenginn til verksins og sjá greiðslur ríkisins renna í erlendan efnahag.

Allt rangt 

Ólafur víkur að þessu í pistli sem birtist á vef Vísis í dag. 

„Það er allt rangt við að velja breska auglýsingastofu fremur en íslenska til að sjá um 300 milljón króna kynningarátak fyrir ferðaþjónustuna.“ 

Ólafur bendir á að þekking vegna verkefnisins verði ekki eftir í landinu og ekki verði skattgreiðslur heldur eftir. Verkefnið skapi heldur ekki atvinnu á Íslandi.

Enn fremur telur Ólafur að útboðið hafi verið sérstaklega sniðið að því að lokka inn erlenda aðila. Til að mynda hafi tímagjald auglýsingastofa haft lítið vægi, en það sé þekkt staðreynd að vinna erlendu auglýsingastofanna sé dýrari en þeirra íslensku. Tímagjald hafi vegið 10% á meðan gæði 90%. Þrátt fyrir þetta hafi M&C Saatchi aðeins verið með tilboð sem var innan við einu prósenti betra en frá þeirri íslensku stofu sem vermdi annað sætið. Eins hafi útboðið aðeins verið birt á ensku.

Gæti verið þriggja ára verkefni

Samkvæmt útboðinu megi framlengja vinnuna tvisvar sinnum um eitt ár í senn.

„Í þrjú ár samtals getur breska auglýsingastofan því verið að senda reikninga vegna vinnu sinnar. En ekki aðeins það, því samkvæmt útboðslýsingunni taka greiðslur til hinnar erlendu auglýsingastofu mið af gengisbreytingum. Ef gengi krónunnar veikist að ráði þarf ríkið að borga meira í krónum talið..“

Rökstuðningur Íslandsstofu og Ríkiskaupa, um skyldu Íslands til að bjóða verkefnið út sökum ákvæða samningsins um evrópska efnahagssvæðið, halda ekki vatni að mati Ólafs. Um fordæmalausar aðstæður sé að ræða í þjóðfélaginu sem gefi ríkjum fullt erindi að standa vörð um efnahags sinn auk þess sem ákvæði var að finna í útboði sem fjalli um tilvik þar sem um óviðráðanlegar aðstæður (l. force majure) er að ræða. Þetta sjáist líka af því að ríkið hafi ekki boðið út áætlanna flug til og frá landsins, líkt og ætti að gera samkvæmt þeim reglum sem ríkið ber fyrir sig núna, heldur var samið beint við Icelandair.

„Núna voru verkefni fyrir 300 milljónir króna boðin út. Síðan eiga 1,2 milljarðar að fara í birtingar auglýsinga og annarra skilaboða. Þann hluta átaksins á eftir að bjóða út á evrópska efnahagssvæðinu – þó að varla sé ástæða til þess í ljósi heimsfaraldursins. Miðað við vinnulag Íslandsstofu og Ríkiskaupa er ástæða til að efast um að þetta stóra verkefni lendi í íslenskum höndum. Ekki vegna þess að íslensk fyrirtæki ráði ekki við það, heldur vegna þess að í næsta útboð verði ekki frekar en í því fyrra tekið mið af heildarhagsmunum þjóðarinnar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Tjaldferðalag unglinga breyttist í martröð á Selfossi – „Þau voru grátandi inni í tjaldi, umkringd þessu ógeði“

Tjaldferðalag unglinga breyttist í martröð á Selfossi – „Þau voru grátandi inni í tjaldi, umkringd þessu ógeði“
Fréttir
Í gær

Gyða vissi ekki af réttarhöldunum – Hefur fengið hótanir

Gyða vissi ekki af réttarhöldunum – Hefur fengið hótanir
Fréttir
Í gær

Lögreglumenn urðu fyrir ofbeldi

Lögreglumenn urðu fyrir ofbeldi
Fréttir
Í gær

Í þrjár vikur fékk fólk færri hjartaáföll

Í þrjár vikur fékk fólk færri hjartaáföll
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Huginn vinnur mál – Var kallaður „mikill viðbjóður“ og „sækó“

Huginn vinnur mál – Var kallaður „mikill viðbjóður“ og „sækó“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Líklega dýrasta gisting á landinu

Líklega dýrasta gisting á landinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sjáðu listann í heild sinni – Þessi fyrirtæki nýta sér hlutabótaleiðina

Sjáðu listann í heild sinni – Þessi fyrirtæki nýta sér hlutabótaleiðina
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ólga í Vesturbæ útaf hundapissi – Blóðug forsaga – „Ég hef líklega kallað það yfir mig“

Ólga í Vesturbæ útaf hundapissi – Blóðug forsaga – „Ég hef líklega kallað það yfir mig“