fbpx
Sunnudagur 31.maí 2020
Fréttir

Lífeindafræðingur komst ekki til að taka sýni út af ferðagleði landsmanna – „Erum við í alvöru svona sjálfhverf?“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 6. apríl 2020 16:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Allt svona brölt tefur fyrir björgunarsveitinni og stofnar lífi fólks í hættu með óbeinum hætti,“ segir Þórdís Sigurðardóttir, lífeindafræðingur á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, en hún tafðist í nauðsynlegu útkalli í óveðrinu um helgina vegna þess hvað margir voru á ferli. Þórdís fór yfir málið í Facebook-færslu og ræddi við DV.

Þórdís skrifar:

„Ég var á bakvakt og vegna veðurs og ófærðar, þá þurfti ég að fá björgunarsveitabíl til að skutla mér í útkall, það lá frekar mikið á að koma mér í hús svo ég gæti tekið blóðsýni og greint sem allra fyrst.

Ég hringi í björgunarsveitina og þeir ætla að koma og sækja mig. Ég græja mig og beið úti í bíl í innkeyrslunni, svo ég gæti stokkið inní bílinn þegar hann kæmi. Ég bíð og bíð,ekki kemur bíllinn, ég var orðin stressuð og var alveg komin að því að fara á jeppanum okkar, en hugsaði, nei ég verð svo lengi að koma mér uppá spítala ef ég festi bílinn.

Svo er hringt frá bráðamóttökunni til að ath hver staðan á mér væri. Ég segi þeim það að ég sé enn að bíða, þá er tekið á það ráð að senda bíl beint eftir mér því tíminn var ekki að vinna með okkur, þá koma yndislegir feðgar frá björgunarsveitinni á Laugarvatni (sem voru í öðru verkefni) og koma mér á HSU.“

Ástæðan fyrir því bílstóri hins björgunarsveitarbílsins sótti Þórdísi ekki var sá að hann var fastur í öðrum verkefnum. Og þar erum við komin að tilefni þess að Þórdís stígur fram með þessa sögu. Allt of margir voru á ferli miðað við ástandið í samfélaginu núna vegna COVID-19 faraldursins. Þórdís skrifar:

„Hinn bíllinn lenti í öðrum verkefnum þegar þeir reyndu að sækja mig. Óþarfa verkefnum sem samborgarar bjuggu til með dómgreindarleysi því þeir gátu ekki verið heima í nokkra tíma á meðan óveðrið gekk yfir. Hvað màtti ekki bíða? Ég geri mér grein fyrir að það ætlar enginn að festa bílinn og vera fyrir, en það gerist, allt svona brölt tefur fyrir björgunarsveitinni og stofnar lífi fólks í hættu með óbeinum hætti. Erum við í alvöru svona sjálfhverf að allt annað skiptir engu máli nema það sé það sem ÉG þarf, Ég vil og ÉG ætla? Af hverju gilda reglur um alla nema okkur sjálf? Það voru venjulegir fólksbílar stopp út um allt sem voru fyrir björgunarsveitarbílnum.“

Þórdís biðlar til fólks um að halda sig heima um páskana og valda ekki hættu og auknu álagi á heilbrigðiskerfið á þessum fordæmalausu tímum með óþarfa ferðum:

„Næsta helgi eru páskarnir, ég bið ykkur, verið heima. Ekki fara í bústað, hjálpið okkur að minnka álag á bráðavaktinni, við erum færri en vanalega því margir eru í sóttkví. Ég bið ykkur að búa ekki til fleiri verkefni handa okkur heilbrigðis starfsfólki á meðan veiru faraldurinn gengur yfir. þið getið svo vel hjálpað okkur.
Bara með því að vera heima💪🏻
Með baráttukveðju
Þórdís Sig
Lífeindafræðingur á HSU Selfossi.“

Við erum öll í þessu saman

Þórdís segir í samtali við DV að lífeindafræðingarnir séu á bakvakt eftir kl. 16 alla daga og fari hún vanalega í þrjú til sjö útköll frá kl. 16 til miðnættis. Aðspurð segir hún að álagið hafi ekki aukist vegna COVID-19, en: „En það er meira umstang við hvern og einn sjúkling, allur gallinn og gríman,“ og segir hún að álagið hafi aukist jafnt og þétt milli ára.
„Á páskunum er síðan aukið álag vegna eigenda sumarbústaðaeigenda,“ segir Þórdís sem biðlar til landsmanna um þessa páska um að þeir verði heima að þessu sinni. Annað skapi vandræði og í raun lífshættu.
„Við vinnum núna á tvískiptum vöktum og hittum ekki hinar stelpurnar til að forðast krosssmit. Það eru allir að gera sitt besta til að halda kerfinu gangandi. Æ, ég vona innilega að fólk átti sig á þessu auka álagi sem það veldur með því að vera ekki heima,“ segir Þórdís og kveður með orðunum gullvægu í kórónuveirufaraldrinum:
„Við erum öll í þessu saman.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

ASÍ segir að Icelandair geti ekki gengið framhjá Flugfreyjufélagi Íslands

ASÍ segir að Icelandair geti ekki gengið framhjá Flugfreyjufélagi Íslands
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Danir opna fyrir Íslendingum en ekki er allt sem sýnist

Danir opna fyrir Íslendingum en ekki er allt sem sýnist
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Neyðarlínan kölluð á teppið – „Almenningur á skilið að það sé hlustað og brugðist við“

Neyðarlínan kölluð á teppið – „Almenningur á skilið að það sé hlustað og brugðist við“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ferðamenn borgi fyrir skimunina sjálfir

Ferðamenn borgi fyrir skimunina sjálfir
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Víðir er látinn

Guðmundur Víðir er látinn
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Fjórir handteknir í Garðabæ

Fjórir handteknir í Garðabæ