fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Lækna-Tómas hjólar í VG – „Það er eitthvað mikið rangt við þetta allt saman“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 2. apríl 2020 09:49

Tómas Guðbjartsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tómas Guðbjartsson, læknir, segir ríkið beita hjúkrunarfræðinga miklu ranglæti. Um gífurlega mikilvæga stétt sé að ræða, ekki síst á tímum sem þessum. Hjúkrunarfræðingar eru hetjur sem þurfi nú að sæta launaskerðingu og mæti engum samningsvilja hjá ríkinu í kjaraviðræðum.

Í gær ritaði hjúkrunarfræðingur á gjörgæsludeildinni í Fossvogi færslu á Facebook þar sem hún benti á að þrátt fyrir aukið álag í starfi á tímum COVID-19 þá hafi laun hennar lækkað um rúmar 40 þúsund krónur um mánaðamótin því sérstakur vaktaálagsauki hafi verið afnuminn. Tómas segir þetta kalda tusku í andlit hjúkrunarfræðinga á krítískum tímum.

„Hjúkrunarfræðingar eru tvímælalaust hetjurnar í Covid-19 faraldrinum – enda í langmestri snertingu við sjúklinga. Þá er ég ekki að gera lítið úr hlutverki félaga minna; gjörgæslu- og smitsjúkdómalækna eða lungna-, bráðamóttöku- og heimilislækna – sem allir skipa framvarðarsveitina. Síðan er fjöldi annarra stétta sem kemur líka við sögu. En aftur að hjúkrunarfræðingum – hetjunum sem enn eru samningslausar eftir árs samningaviðræður. „

Ekki sé á samningsleysið bætandi að laun hjúkrunarfræðinga hafi verið skert rétt áður en Covid faraldurinn skall á og auk þess sé það ekki í samræmi við fögur loforð Vinstri Grænna þegar þeir gengu inn í ríkisstjórnarsamstarf.

„Og það til að ná auknum sparnaði á LSH. Þetta gerist á vakt VG sem reifir sögðust ætla að styðja sérstaklega við kvennastéttir í þessari ríkisstjórn. Það er eitthvað mikið rangt við þetta allt saman – ekki síst núna þegar þessi hámenntaða stétt – sem bókstaflega hættir lífi sínu til að bjarga öðrum – skuli endurtekið fá svona kaldar tuskur í andlitið. Erlendis er verið að borga hjúkrunarfræðingum ríflega bónusa – enda verður þessi faraldur ekki unninn án þeirra.

Tómas skorar því á ríkið að gera það rétta og ganga til samninga við hjúkrunarfræðinga. Þeir eigi það skilið að vera metnir að verðleikum.

„Koma svo- og ekki segja mér að ómögulegt sé að semja vegna launaskriðs á almennum vinnumarkaði. Þetta er gömul lumma og þreytt. Allir sjá núna – og hefðu betur séð fyrr- hversu mikilvægt hlutverk þeirra er. Samfélög fungera ekki án heilbrigðiskerfis og þar eru hjúkrunarfræðingar risastórt og ómissandi tannhjól.“ 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“