fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Hjálparstarf kirkjunnar heldur áfram að aðstoða fólk sem býr við fátækt

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 1. apríl 2020 16:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjálparstarf kirkjunnar vill koma því á framfæri að stofnunin heldur ótrauð áfram þjónustu við fólk sem býr við fátækt, þrátt fyrir samkomubann.

Hjálparstarfið veitir efnislega aðstoð fyrst og fremst með inneignarkortum í matvöruverslunum og aðstoðar fólk við að leysa út lyf í neyðartilfellum. Fatamiðstöð, mönnuð sjálfboðaliðum, hefur hins vegar verið lokað tímabundið.

Fólk sem býr við fátækt getur leitað til Hjálparstarfs kirkjunnar að Háaleitisbraut 66, neðri hæð Grensáskirkju, 103 Reykjavík, virka daga klukkan 10 – 15.30. Vegna samkomubanns biður Hjálparstarfið fólk um að hringja fyrst í síma 5284400 eða senda tölvupóst á netfangið vilborg@help.is og bóka tíma með félagsráðgjafa. Utan höfuðborgarsvæðisins hafa prestar þjóðkirkjunnar milligöngu um aðstoð.

„Við aðlögum starfið og þjónustuna eftir því sem aðstæður breytast í samfélaginu og undirbúum okkur fyrir aukinn fjölda umsókna um efnislega aðstoð á næstu vikum og mánuðum. Félagsráðgjafar okkar finna að fólk sem býr við efnislegan skort er nú kvíðið og veita því sálrænan stuðning í auknum mæli,“ segir Bjarni Gíslason framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar. „Við höldum að sjálfsögðu líka áfram öflugu starfi í þágu fólks sem býr við afar erfið skilyrði í einna fátækustu samfélögum heims.“

Þess má geta að Hjálparstarf kirkjunnar hefur nú hafið fjársöfnun með því að senda landsmönnum valgreiðslu í heimabanka að upphæð 2.400 krónum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Í gær

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala