fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Sýknaður þrátt fyrir skyndilegan hrottaskap í samförum – Sláandi myndbönd – Pissaði yfir vask og eldhúsinnréttingu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 25. mars 2020 11:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður var í gær sýknaður í Héraðsdómi af ákæru um kynferðisbrot. Málið er nokkuð sérstakt þar sem konan sem ákærði hann gengst við því að hafa haft samfarir við manninn af fúsum og frjálsum vilja á heimili sínu. Hins vegar hafi hann skyndilega byrjað að beita hana hrottaskap í miðjum klíðum. Hafi hann meðal annars stungið fingri í endaþarm hennar og síðan getnaðalim sínum. Enn fremur hafi hann tekið margsinnis um háls hennar.

Konan, að eigin sögn, reyndi að stöðva kynmökin og hafa áhrif á framferði mannsins en án árangurs. Að lokum fraus hún og beið eftir að hann lyki sér af. Eftir kynmökin ræddi hún um hegðun mannsins við hann og sagðist hann ekki hafa vitað af sér og ekki hafa vitað hvað hann var að gera. Konan varð mjög hrædd við manninn og óttaðist að ofbeldið héldi áfram.

Í framburði sínum fyrir rétti greindi ákærða og meintum brotaþola á. Sagði maðurinn að allt hefði farið fram með samþykki konunnar. Hvað endaþarmsmökin varðar segist hann óvart hafa farið inn í vitlaust gat í samförum þeirra.

Áverkavottorð konunnar vitnaði um að hún hefði verið beitt ofbeldi. Ennfremur lagði konan fram fyrir réttinum gögn sem sýndu framferði mannsins í íbúð hennar eftir samfarirnar. Sést hann pissa yfir vask og eldhúsinnréttingu í einu myndbandanna.

Framburður beggja fyrir dómi var metinn trúverðugur en dómurinn taldi ekki fullsannað að athafnir mannsins hefðu verið gegn vilja konunnar. Segir meðal annars eftirfarandi í niðurstöðu dómsins:

„Sönnun í málinu lýtur að því hvort ákærða hafi verið ljóst eða mátt vera ljóst að hann gengi lengra en hann hafði ástæðu til að ætla að sér væri heimilt. Við 16 sönnunarmat lítur dómurinn til þeirra atriða atburðarásarinnar sem gerð hefur verið grein fyrir og atvika í kjölfar meints brots sem hér hefur verið lýst. Þykja þau benda ótvírætt til þess að brotaþola hafi verið misboðið þrátt fyrir að ákveðið úrræðaleysi og efasemdir hafi einkennt hegðun hennar eftir það.

Ásetningur er ótvírætt saknæmisskilyrði nauðgunarbrots og er því ekki heimilt að refsa fyrir gáleysisbrot gegn 194. gr. almennra hegningarlaga. Engin breyting var á huglægum skilyrðum með tilkomu laga nr. 16/2018. Í athugasemdum sem fylgdu frumvarpi því sem varð að lögum nr. 16/2018 segir að af þessu leiði að ásetningur verði að taka til allra efnisþátta 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga, þ.e. að fram fari samræði eða önnur kynmök þrátt fyrir að það sé gert án vilja þolanda þar sem samþykki hans er ekki fyrir hendi. Gerandi verður þannig að gera sér grein fyrir því að þolandi vilji ekki hafa við hann samræði eða önnur kynferðismök.“

Dómurinn telur að hinn ákærði hafi haft ástæðu til að túlka viðbrögð konunnar sem samþykki fyrir framferði hans:

„Eins og atvikum máls þessa er háttað telur dómurinn ákærða hafa haft réttmæta ástæðu til að túlka virka þátttöku brotaþola í kynmökunum sem samþykki hennar fyrir því sem fram fór. Þrátt fyrir að ákærði hafi í tvígang gert sér grein fyrir að hann hefði verið of harkalegur þá héldu kynmökin áfram eftir það með þátttöku brotaþola. Þá ber að líta til þess að ekki er fullt samræmi í því hvernig brotaþoli hefur lýst því með  hvaða hætti hún fór fram á að kynmökunum yrði hætt. Ber að skýra vafa um framangreint ákærða í hag, m.a. um hvort uppfyllt séu huglæg refsiskilyrði og það hvort brotaþoli hafi með ótvíræðri tjáningu látið í ljós að hún væri ekki samþykk kynmökunum, sbr. 108 og 109. gr. almennra hegningarlaga.“

Maðurinn var sýknaður af kröfum ákæruvaldsins. Málskostnaður verður greiddur úr ríkissjóði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“