fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Íslendingar á Spáni svara Loga fullum hálsi – „Þvílíkt og annað eins kjaftæði“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 4. febrúar 2020 16:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslendingar sem búsettir eru á Spáni eru ekki par sáttir með fjölmiðlamanninn Loga Bergmann eftir ummæli hans um Íslendinga á Spáni.

„Er það bara alveg eðlilegt að valsa með snjallsímann sinn, á íslenskum ráðstöfunartekjum, um útlenskar kjörbúðir með starfsfólk á lúsarlaunum, að mynda lága verðið? Deila því svo út um allt og tala um að allt sé hræðilegt á Íslandi?“

Þetta var meðal þess sem Logi sagði í pistli sínum í sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Í pistlinum benti Logi á vinsælt umfjöllunarefni á kaffistofum landsins, lífið á Íslandi í samanburði við lífið í útlöndum, þá einna helst Spáni.

Meðal þess sem Logi benti á í pistlinum var að á Íslandi eru launin hærri og því sé dýrara að lifa hér. Þá spurði hann hvort það væri ekki eitthvað rangt við það að fólk flytji með íslenskar tekjur sínar og lifi á afrakstri láglaunamanna í öðrum löndum. „Er ekki eitthvað siðferðislega rangt við það? Einhvers konar arðrán,“ sagði Logi.

Sjá meira: Logi spyr: Eru Íslendingar búsettir á Spáni siðlausir?

„Þvílíkt og annað eins kjaftæði“

Í Facebook-hópnum Íslendingar á Spáni Costa Blanca Svæðinu svöruðu margir Loga fullum hálsi. Meðal þess sem fólk benti á var að Logi væri með miklu hærri laun en flestir sem flytja til Spánar. „Svolítið hart af manni,sem er með yfir tvær milljónir í laun á mánuði og finnst allt í lagi að versla í matvörubúðum þar sem fólk fær 300.000 í laun. Ef það er ekki arðrán,hvað þá?“ spyr Gunnar nokkur og heldur áfram. „Starfsfólk í Mercadona hér á Spáni fær um 1.900 evrur á mán í laun og getur leigt sér íbúð á 400-500 evrur á mánuði og getur farið út að borða (þriggja rétta með víni) á 10 evrur. Starfsmaður í Bónus fær um 350.000 íslenskar krónur á mánuði og getur leigt sér íbúð á 200.000 krónur á mán og getur pantað sér pitsu fyrir 4.000 krónur .Hvort er betra?“

„Hann Logi hefur aldrei þurft að lifa af ellilaunum sem eru 248.000 á mánuði plús smá lífeyris launum,“ segir þá kona nokkur í hópnum. Þá vill önnur kona meina að ekki sé um arðrán að ræða þar sem Íslendingarnir komi með pening inn í landið. „Spánverjar eru hæstánægðir með að fá okkar peninga inn í landið, við erum að gera þeim greiða.“

Þá er Þórdís nokkur með kenningu um að Logi sé að reyna að láta Íslendingum á Spáni líða illa. „Ég las þetta og er þeirrar skoðunar að hann sé eingöngu að reyna að koma inn sektarkennd hjá Íslendingum sem kjósa að búa á Spáni. Hann hefur auðvitað engan skilning á því að velta fyrir sér aurunum þessi hátekjumaður. Og að þeir séu að nýta sér neyð spænskra eftirlaunaþega er algjörlega fáránlegt.“

Þá bendir Jón nokkur á að það sé enginn að bera saman lífsgæði Íslendinga og Spánverja í svipaðri stöðu. „Fólk er að bera saman sín eigin lífsgæði á Íslandi og svo á Spáni. Plús það að þetta komment Loga um að það sé jafnvel siðlaust að „flagga“ íslenskri innkomu hér. … þvílíkt og annað eins kjaftæði, fólk er að koma með pening INN í hagkerfi heimamanna.“

Ingibjörg nokkur er þó ekki jafn reið út í Loga eins og aðrir í hópnum. „Þeir sem ákveða að misskilja orð Loga eru annað hvort illa læsir eða bara eitthvað annað. Ef að fólk er að bera saman verðlag á Spáni og á Íslandi, þá þarf að taka bæði innkomu (laun) og verðlag. Þetta tvennt er ekki samanburðarhæft. Ellilífeyrisþegar og lægstlaunaða stéttin á Spáni hefur það ekki betra en samanburðurinn hér heima. En, það er ákaflega hagstætt að lifa af íslenskum ellilífeyri á Spáni. Svo er veðrið á Spáni sérdeilsi miklu betra en hérna heima á Fróni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast