fbpx
Fimmtudagur 09.apríl 2020
Fréttir

Sóttvarnargámum komið fyrir við Landspítalann – Auknar líkur á að COVID-19 veiran berist hingað frá öðrum löndum en Kína

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 25. febrúar 2020 07:55

Gámaeiningin er staðsett við bráðamóttökuna í Fossvogi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhættumat frá Sóttvarnarstofnun Evrópu sýnir að nú eru auknar líkur á að tilfelli COVID-19 kórónaveirunnar berist hingað til lands. Íslensk yfirvöld ráðleggja fólki að ferðast ekki til héraða þar sem smit hafa komið upp. Einnig er búið að gera ýmsar ráðstafanir til að efla varnir og bregðast við hugsanlegu smiti.

Morgunblaðið skýrir frá því að Landspítalinn hafi tekið í notkun gámaeiningu, sem er staðsett við hlið bráðamóttökunnar í Fossvogi, sem er ætluð fólki sem grunur leiki á að sé smitað af COVID-19 veirunni.

Í gær sagði Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO að ríki heims yrðu nú að búa sig undir að COVID-19 veiran verði hugsanlega að heimsfaraldri. Framkvæmdastjóri WHO sagði það mikið áhyggjuefni hversu mjög tilfellum veirunnar hefði fjölgað á Ítalíu, Íran og Suður-Kóreu á skömmum tíma.

Á heimasíðu Landlæknisembættisins getur fólk nálgast leiðbeiningar um flest það er varðar veiruna og smitleiðir hennar. Þar er einnig að finna ráðleggingar varðandi ferðalög til svæða þar sem smit hefur greinst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Chris McClure er ekki doktor í faraldursfræði

Chris McClure er ekki doktor í faraldursfræði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faraldursfræðingur segir Íslendinga enn vera á rangri leið og spálíkönin röng

Faraldursfræðingur segir Íslendinga enn vera á rangri leið og spálíkönin röng