fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
Fréttir

Íslenskir menntaskólanemar þurftu að snúa frá Ítalíu vegna Kórónaveirunnar

Ritstjórn DV
Mánudaginn 24. febrúar 2020 11:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hópur af nemendum og kennurum á vegum Flensborgarskólans í Hafnarfirði snéri við vegna COVID-19 veirunnar á Luton-flugvellinum í London í gær. RÚV greinir frá þessu.

Hópurinn samanstóð af sex nemendum og tveimur kennurum en hópurinn var á leið til Ítalíu til að taka þátt í alþjóðlegu verkefni á vegum Erasmus. Hólmríður Sigþórsdóttir, líffræðikennari og fararstjóri hópsins, sagði í samtali við RÚV að í Leifsstöð hafi það verið ákveðið, í samráði við Embætti landlæknis, Utanríkisráðuneyti og Erasmus, að halda af stað í ferðina.

Forsvarsmenn verkefnisins á Ítalíu ákváðu hins vegar að aflýsa verkefninu á meðan hópurinn var í loftinu á leið til Bretlands. Hópurinn þurfti því að snúa við til Íslands.

Hólmfríður gerir ráð fyrir því að hópurinn komi til Íslands í dag. Hún segir það vera svekkjandi að þetta sé raunin en hópurinn sýnir þessum aðstæðum þó skilning. Óljóst er hvort og hvernig samgangi á milli landanna verður háttað og því er framhald verkefnisins í óvissu.

Þegar þetta er skrifað eru 215 smitaðir af COVID-19 veirunni á Ítalíu og af þeim hafa 4 látist en 2 hafa náð sér. Hvergi eru fleiri smitaðir utan Asíu en í Ítalíu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Ólafur og Anna skella í lás: „Þegar ríkið setti þennan skatt á þá hrundu bókanir“

Ólafur og Anna skella í lás: „Þegar ríkið setti þennan skatt á þá hrundu bókanir“
Fréttir
Í gær

Landsréttur þyngdi dóm yfir Mohamed sem flutti mikið magn af kókaíni til landsins á frumlegan hátt

Landsréttur þyngdi dóm yfir Mohamed sem flutti mikið magn af kókaíni til landsins á frumlegan hátt
Fréttir
Í gær

Hafnfirskir húseigendur verulega ósáttir – Segja lóð nágranna sinna hafa verið of háa í 30 ár

Hafnfirskir húseigendur verulega ósáttir – Segja lóð nágranna sinna hafa verið of háa í 30 ár
Fréttir
Í gær

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rúnar í Glerborg fékk risasekt

Rúnar í Glerborg fékk risasekt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir hótelvæðinguna í Reykjavík hafa skaðleg áhrif – „Tekur ekkert tillit til þeirra sem þar eiga heimili“

Segir hótelvæðinguna í Reykjavík hafa skaðleg áhrif – „Tekur ekkert tillit til þeirra sem þar eiga heimili“