Mánudagur 30.mars 2020
Fréttir

Hver er þessi kona? Tekin með gífurlegt magn af sterum og krabbameinslyfjum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 24. febrúar 2020 12:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erlend kona, fædd árið 1983, Malgorzata Pawlewska, hefur verið dæmd í 30 daga skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness. Dómurinn er birtur í Lögbirtingablaðinu þar sem ekki hefur tekist að ná í Malgorzötu til að birta henni dóminn. Aðeins dómsorðið er birt og því ekki hægt að slá föstu hvort Malgorzata hafi verið dæmd fyrir smygl eða eingöngu vörslu á lyfjum sem hún má ekki hafa undir höndum. En dómsorðið kveður á um að af mikið magn af lyfjum í vörslu konunnar verði gert upptækt.

Gerðar voru upptækar hjá konunni næstum 300 töflur af krabbameinslyfi og mikið magn af alls konar steralyfjum. Í dómnum er þetta orðað svo:

„Ákærða sæti upptöku á 294 töflum af Anastrozole krabbameinslyfi, 300 töflum af Oxanex, anabólískum sterum, 300 töflum af Chlorodehydomethyltestoseron, anabólískum sterum, 500 töflum af Methandienone, anabólískum sterum, 40 ml af Rapid, anabólískum sterum, 40 ml af VIR- Provigil, anabólískum sterum, 110 ml af TestoE 250, anabólískum sterum, 150 ml af SustaJect, anabólískum sterum, 180 ml af TCypion, anabólískum sterum, 80 ml af MasteronE, anabólískum sterum, 20 ml af TestoRapid, anabólískum sterum, og 30 ml af Masteron, anabólískum sterum.“

Engar upplýsingar er að finna í fljótu bragði um konuna aðrar en þær sem koma fram í dómsorðinu. Hún er ekki með íslenska kennitölu og kemur því ekki upp í þjóðskrá. Óvíst er hvort hún lesi Lögbirtingablaðið en dómurinn er birtur samkvæmt 3. mgr. 185. gr., sbr. 3. mgr. 156. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, sem kveður á um að birta skuli sakborningum dóma.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Útgöngubann í Paradís – „Þetta er  hundleiðinlegt til lengdar“

Útgöngubann í Paradís – „Þetta er  hundleiðinlegt til lengdar“
Fréttir
Í gær

Þetta er ástæðan fyrir því að Kári kallar COVID „heiðursveiruna“

Þetta er ástæðan fyrir því að Kári kallar COVID „heiðursveiruna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Börnin tekin af föðurnum – Drykkjuskapur og sóðalegt húsnæði meðal ástæðna

Börnin tekin af föðurnum – Drykkjuskapur og sóðalegt húsnæði meðal ástæðna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faraldurinn mun koma verst niður á Afríku

Faraldurinn mun koma verst niður á Afríku
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Almannavarnir fá toppeinkunn hjá þjóðinni – Ánægja með viðbrögð við COVID-19

Almannavarnir fá toppeinkunn hjá þjóðinni – Ánægja með viðbrögð við COVID-19
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tala smitaðra komin upp í 890 – Sex eru í öndunarvél

Tala smitaðra komin upp í 890 – Sex eru í öndunarvél