fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fréttir

Katrín í áfalli yfir ofbeldinu: „Við sem erum fullorðin hljótum og verðum að bregðast við“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 23. febrúar 2020 15:56

Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði fyrr í dag í ávarpi sínu í Vídalínskirkju í Garðabæ að henni hafi verið verulega brugðið þegar hún sá myndband af ofbeldi unglingspilta í sjónvarpsfréttum RÚV á dögunum. Katrín hélt ávarp í kirkjunni í tilefni konudagsins í dag. Hún segir að þjóðin þurfi að styðja betur við börnin sín. RÚV greinir frá þessu.

Hópur unglinga réðst á fjórtán ára dreng með höggum og spörkum í Hamraborginni í síðustu viku. Árásin var tekin upp á myndband en það hefur verið í dreifingu á samfélagsmiðlum. Málið hefur vakið óhug margra.  Faðir drengsins sagði að sonur sinn sé ennþá að jafna sig eftir árásina en hann glímir við hausverk og uppköst vegna hennar. Faðirinn telur að það sé mögulegt að ástæða árásinnar sé útlendingaandúð en hann er af erlendum uppruna. Faðirinn segir árásarmennina vera á aldrinum 15 til 17 ára.

„Eins og okkur öllum þá var mér mjög brugðið í þessari viku að sjá skelfilegt myndband af ungum piltum að berja annan dreng í sjónvarpsfréttum í vikunni […] Hvað rekur ungt fólk til þess að beita aðra slíku ofbeldi, birta af því myndir og dreifa þeim? Við sem erum fullorðin hljótum og verðum að bregðast við slíkum atburðum og koma í veg fyrir þá. Við þurfum að styðja betur við börn og ungmenni, fórnarlömb slíkra atburða, en líka gerendur í slíkum atburðum,“ sagði Katrín.

Hún sagði enn fremur að þó margt væri gott á Íslandi þá þyrfti að taka hart á ofbeldi sem þessu. „Við sem samfélag verðum að tala afdráttarlaust um að við höfnum slíku ofbeldi. Það segir nefnilega margt um samfélag hvernig það býr að börnum sínum. Margt gerum við vel á Íslandi, mikill tekjujöfnuður, góðir skólar, sterkir innviðir og gott heilbrigðiskerfi. En við þurfum líka einmitt að beina athygli okkar að því sem skiptir í raun og veru máli,“ sagði Katrín.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“
Fréttir
Í gær

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“