fbpx
Fimmtudagur 09.apríl 2020
Fréttir

Mikill verðmunur á milli matvöruverslana: Sjáðu hvaða verslanir eru dýrastar og ódýrastar

Ritstjórn DV
Föstudaginn 21. febrúar 2020 10:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikill munur er á milli hæsta og lægsta verðs hjá matvöruverslunum, samkvæmt verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ. Könnunin var framkvæmd á þriðjudag. Í tilkynningu ASÍ segir að í um helmingi tilvika, eða 58 af 118, hafi munur á hæsta og lægsta verði verið yfir 40%. Lægsta verðið var oftast í Bónus en það hæsta oftast í Iceland.

Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar var Bónus lang oftast með lægstu verðin í könnuninni, eða í 78 tilfellum af 118, en Krónan var næst oftast með lægstu verðin, í 13 tilvikum. Fjarðarkaup var með lægstu verðin í 9 tilfellum og Nettó og Heimkaup í 7 tilfellum hvor fyrir sig.

„Iceland var oftast með hæstu verðin, í 58 tilfellum af 118 en Kjörbúðin næst oftast, í 26 tilvikum. Á eftir Kjörbúðinni kemur Hagkaup með hæstu verðin í 20 tilvikum og Heimkaup í 13 tilvikum. Sendingarkostnaður getur síðan bæst við hjá Heimkaup sem taka verður með í reikninginn,“ segir í tilkynningu sem ASÍ sendi frá sér vegna könnunarinnar.

ASÍ bendir á að það segi ákveðna sögu hvar hæstu og lægstu verðin eru. Þannig sé afar líklegt að verðlag hjá verslun sem er mjög oft með lægstu verðin sé almennt lágt og að verðlag hjá verslun sem er mjög oft með hæstu verðin sé almennt hátt.

„Það getur þó verið erfitt að átta sig á hvernig verðlag er í þeim verslunum sem eru hvorki oft með lægstu verðin né oft með hæstu verðin og mælum við því með að fólk skoði hitaritið sem fylgir sem gefur betri tilfinningu fyrir verðlagi í þeim verslunum. Á hitaritinu eru hæstu verðin rauð og þau lægstu græn. Þar sem „e“ kemur fyrir í töflunni var varan ekki til en „em“ merkir að varan var ekki verðmerkt.“

Almennt mikill munur

Í skeyti ASÍ kemur fram að almennt hafi verið mjög mikill verðmunur milli verslana í verðkönnuninni en í 31 tilviki var milli 40 og 60 prósenta munur á hæsta og lægsta verði og í 27 tilvikum var hann yfir 60 prósent. Það þýðir að í um helmingi tilvika var munurinn yfir 40%.

„Aðeins oftar eða í 60 tilvikum af 118 var munurinn á hæsta og lægsta verði undir 40% og skiptist það þannig að í 45 tilvikum var hann 20-40%  en í 15 tilvikum var hann undir 20%.“

179% munur á kílóverði af þvottaefni

Í tilkynningu ASÍ eru gefin nokkur dæmi um verðmun í könnuninni. Bent er á eitt dæmi sem varðar mun á þvottaefni, en 179 prósenta munur var á hæsta og lægsta kílóverði af Neutral Storvask þvottaefni. Hæst var verðið í Nettó Granda, 1.214 kr. kg en lægst í Bónus, 435 kr. kg.

„Þá var mikll munur á hæsta og lægsta verði af Libresse daily fresh innleggjum, 61% en þau voru ódýrust í Bónus, 309 kr. en dýrust í Iceland, 499 kr. pakkinn.  111% munur var á hæsta og lægsta verði af Hobnobs dark choc kexpakka sem kostaði minnst, 208 kr. í Fjarðarkaup en mest, 429 kr. á Heimkaup.is.

Mikill munur var einnig á kattamat en 47% munur var á hæsta og lægsta verði af 1,75 kg poka af Wiskas þurrmat. Lægsta verðið var í Bónus, 879 kr. en það hæsta í Kjörbúðinni, 1.289 kr.
Mjög mikill eða 168% munur var á hæsta og lægsta verði á bláberjum. Lægst var kílóverðið af frosnum bláberjum í Bónus, 758 kr. en hæst í Heimkaup, 2.033. kr.

Að lokum má nefna 103% verðmun á frosnum ýsubitum sem kostuðu minnst, 1.298 í Bónus en mest, 2.639 kr. í Kjörbúðinni.“

ASÍ tekur einnig fram að 1.490 króna sendingargjald bætist við hjá Heimkaup.is og Netto.is ef verslað er fyrir lægri upphæðir. Verð í netverslunum sé í þeim tilfellum ekki sambærilegt verði í öðrum verslunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Banaslys í miðbænum

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum
Banaslys í miðbænum
Fréttir
Í gær

Haukur minnist Kjartans – „Það fór ekki framhjá neinum þegar hann mætti“

Haukur minnist Kjartans – „Það fór ekki framhjá neinum þegar hann mætti“
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur læknir varar við – „Síminn er stundum þriðja óhreina höndin þín“

Vilhjálmur læknir varar við – „Síminn er stundum þriðja óhreina höndin þín“
Fréttir
Í gær

Úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um manndráp

Úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um manndráp
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tengja aukið heimilisofbeldi vegna COVID-19 við dauðsföll tveggja kvenna

Tengja aukið heimilisofbeldi vegna COVID-19 við dauðsföll tveggja kvenna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lífeindafræðingur komst ekki til að taka sýni út af ferðagleði landsmanna – „Erum við í alvöru svona sjálfhverf?“

Lífeindafræðingur komst ekki til að taka sýni út af ferðagleði landsmanna – „Erum við í alvöru svona sjálfhverf?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta er myndbandið sem Þórólfur vill að þú horfir á

Þetta er myndbandið sem Þórólfur vill að þú horfir á
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Margir minnast Gissurar: „Mikill meistari er fallinn frá“

Margir minnast Gissurar: „Mikill meistari er fallinn frá“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Andlát vegna COVID-19 í Bolungarvík

Andlát vegna COVID-19 í Bolungarvík