fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Fær 105 þúsund á tímann – 4,2 milljónir króna fyrir „að hámarki“ fimm daga vinnu

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 19. febrúar 2020 14:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lagt er til að stjórn eignarhaldsfélagsins Glitnis HoldCo haldi óbreyttum launum frá síðasta ári. Þetta þýðir að Mike Wheeler, stjórnarformaður félagsins, mun fá sem nemur 4,2 milljónum króna fyrir störf sín á þessu ári.

Ekki er um fullt starf að ræða því hann fær þessa upphæð, 4,2 milljónir, fyrir störf sín „að því tilskildu að þau útheimti að hámarki fimm heila vinnudaga“ eins og það er orðað í frétt Markaðarins sem greinir frá málinu í dag.

Ef miðað er við 8 stunda vinnudag í fimm daga þýðir þetta að tímakaupið er 105 þúsund krónur.

Glitnir HoldCo var stofnað eftir að slitabú Glitnis lauk nauðasamningum og sér meðal annars um að selja eignir slitabús Glitnis fyrir erlenda vogunarsjóði. Aðrir stjórnarmenn munu einnig fá ágætis laun, samkvæmt frétt Markaðarins. Tom Gröndahl og Steen Parsholt fá 2,8 milljónir króna fyrir að hámarki fjóra vinnudaga.

Og ef svo fer að starfið útheimti meiri vinnu fær hver stjórnarmaður sem nemur 690 þúsund krónum fyrir hvern unnin dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð
Fréttir
Í gær

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“